Heldur áfram að blóta í haust 22. febrúar 2005 00:01 Það er eins gott að hlamma sér fyrir framan skjáinn á sunnudaginn þegar síðasti bingóþáttur vetrarins verður sýndur á Skjá einum. "Þetta verður klikkaður lokaþáttur en Bingóið mun örugglega dúkka aftur upp á skjánum næsta haust," segir Vilhelm Anton Jónsson eða Villi bingó. Aðspurður um hvað taki nú við hjá honum segir hann: "Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera núna. Það er aldrei að vita nema ég byrji að vinna í nýjum sjónvarpsþætti eða fari aftur að vinna á auglýsingastofu. Einnig gæti ég farið að mála eða bara snúið mér að spilamennskunni," segir Villi en eins og flestir vita er hann söngvari hljómsveitarinnar 200.000 naglbítar. Hann hefur einnig komið víða við í sjónvarpinu því auk bingóþáttarins vinsæla hefur hann verið þáttastjórnandi unglingaþáttarins At í Ríkissjónvarpinu og þáttarins Úti að grilla með Kára og Villa á Skjá einum. Villi er afar sáttur við Bingó vetrarins og segir þáttinn hafa fengið frábærar viðtökur. "Þættirnir féllu greinilega vel í kramið hjá landanum og fengu frábærar viðtökur. Ég vil þakka fólki fyrir að taka jafn virkan þátt í Bingóinu og það gerði. Það er fínt að hætta á meðan þetta er enn ferskt og koma sterkur inn næsta haust. Ég vil reyndar biðja alla afsökunar á blótinu í mér í þáttunum en ég get samt lofað því að ég held áfram að blóta næsta haust." Að sögn Villa mega Bingóaðdáendur búast við þrusugóðum lokaþætti á sunnudaginn. "Við gefum bara allt draslið sem við eigum eftir og einnig verða alls kyns hressandi uppákomur og mikið stuð," segir Villi hress eins og alltaf. Hann minnist einnig á leikrit sem hann er að fara að semja tónlist fyrir. "Það verður sýnt í Borgarleikhúsinu, Oddur Bjarni leikstýrir því og það heitir Riðið inn í sólarlagið. Þetta er mjög töff leikrit um lífið og tilveruna og mjög fyndið. Svo er aldrei að vita nema ég sjáist á skjánum í sumar." Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Það er eins gott að hlamma sér fyrir framan skjáinn á sunnudaginn þegar síðasti bingóþáttur vetrarins verður sýndur á Skjá einum. "Þetta verður klikkaður lokaþáttur en Bingóið mun örugglega dúkka aftur upp á skjánum næsta haust," segir Vilhelm Anton Jónsson eða Villi bingó. Aðspurður um hvað taki nú við hjá honum segir hann: "Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að gera núna. Það er aldrei að vita nema ég byrji að vinna í nýjum sjónvarpsþætti eða fari aftur að vinna á auglýsingastofu. Einnig gæti ég farið að mála eða bara snúið mér að spilamennskunni," segir Villi en eins og flestir vita er hann söngvari hljómsveitarinnar 200.000 naglbítar. Hann hefur einnig komið víða við í sjónvarpinu því auk bingóþáttarins vinsæla hefur hann verið þáttastjórnandi unglingaþáttarins At í Ríkissjónvarpinu og þáttarins Úti að grilla með Kára og Villa á Skjá einum. Villi er afar sáttur við Bingó vetrarins og segir þáttinn hafa fengið frábærar viðtökur. "Þættirnir féllu greinilega vel í kramið hjá landanum og fengu frábærar viðtökur. Ég vil þakka fólki fyrir að taka jafn virkan þátt í Bingóinu og það gerði. Það er fínt að hætta á meðan þetta er enn ferskt og koma sterkur inn næsta haust. Ég vil reyndar biðja alla afsökunar á blótinu í mér í þáttunum en ég get samt lofað því að ég held áfram að blóta næsta haust." Að sögn Villa mega Bingóaðdáendur búast við þrusugóðum lokaþætti á sunnudaginn. "Við gefum bara allt draslið sem við eigum eftir og einnig verða alls kyns hressandi uppákomur og mikið stuð," segir Villi hress eins og alltaf. Hann minnist einnig á leikrit sem hann er að fara að semja tónlist fyrir. "Það verður sýnt í Borgarleikhúsinu, Oddur Bjarni leikstýrir því og það heitir Riðið inn í sólarlagið. Þetta er mjög töff leikrit um lífið og tilveruna og mjög fyndið. Svo er aldrei að vita nema ég sjáist á skjánum í sumar."
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira