Lífið

Norðlenskt já takk!

Fókus fylgir DV á föstudögum. Í blaðinu er alltaf að finna djammkortið sem segir frá því helsta sem er að gerast um helgina. Núna í kvöld verður meðal annars norðlensk innrás í Grandrokk. Það mæta fimm bönd að norðan sem ætla að gera allt brjálað.  Í kvöld verður norðlensk tónlistarveisla á Grandrokk. Það verða fimm bönd að spila sem eru hvert öðru ólíkara. Hvanndalsbræður munu stíga á stokk en það hefur verið sagt að þeir spili fávitapopp. "Við erum nú bara að hafa gaman af þessu," sagði Rögnvaldur gáfaði, meðlimur bandsins hlæjandi, aðspurður hvort að hann sé sáttur við þá flokkun. Svo verður líka bandið Helgi og Hljóðfæraleikararnir. "Þeir hafa starfað saman í 15 eða 20 ár og spila pönk." segir Rögnvaldur. "Svo er bandið Douglas Wilson en það eru unglingarnir í hópnum," segir Rögnvaldur hlæjandi. "Þeir geta vakað lengst þannig að við látum þá enda þetta en þeir spila dansvænt rokk." Svo er bandið Norðanpiltar líka með í för en þeir eru aldursforsetarnir og syngja frumsamdar ballöður sem eru í rólegri kantinum. Að lokum er bandið Kristján Pétur og Populus Musika líka með í för. "Þeir hafa verið að taka Tom Waits koverlög en ég held að þeir ætli að vera með frumsamin lög núna. Ég bara veit það ekki," segir Rögnvaldur. Herlegheitin byrja kl. 22 og það er 20 ára aldurstakmark.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.