Lífið

Plata og bók frá Tori Amos

Ný plata og bók eru á leiðinni frá söngkonunni Tori Amos. Platan, sem kemur út á þriðjudag, heitir The Beekeeper og er hennar áttunda hljóðversplata. Hefur hún að geyma hvorki meira né minna en nítján lög. "Þú getur ekki stoppað tímann," sagði Amos í spjalli við Billboard. "Lög reyna aftur á móti að fanga tímabilið sem þau eru samin á en að sama skapi er ekki hægt að fanga sólarljósið og halda í það." Bókin nefnist Tori Amos: Piece By Piece og var skrifuð á tveggja ára tímabili. Var hún unnin upp úr spjalli tónlistarblaðamannsins Ann Powers við söngkonuna. Upphaflega áttu samtölin að fjalla um gerð nýju plötunnar en smám saman urðu þau umfangsmeiri. "Mér fannst þetta vera rétti tíminn til að segja frá því hvernig mér hefur tekist að halda áfram að skapa í þessum bransa," sagði Amos. "Ekki bara sem tónlistarmaður heldur hef ég einnig þurft að fylgjast með viðskiptahliðinni, verða móðir og eiga í ástarsambandi."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.