Lífið

Von Trier í Vatnsmýri

Fókus fylgir DV á föstudögum. Í blaðinu í dag er meðal annars að finna pistilinn hans Egils Gilzeneggers og nú fræðir hann múginn um það hvernig öðlast má keppnistan, stripparar segja hvað þeim finnst um íslenska karlmenn og ung pör tala um kynlíf. Einnig er fjallað um Fimm þröskulda, nýjustu mynd Lars Von Trier, sem verður sýnd í Norræna húsinu um helgina. Norræna húsið fer hamförum eins og svo margir á Vetrarhátíð nú um helgina. Í kvöld er nokkuð girnileg kvikmyndasýning í boði hjá þeim úti í Vatnsmýri. Sýningin heitir Criss Cross: Film on Film. Þar ber hæst nýjasta útspil Lars Von Trier, De fem benspænd. Þetta er heimildamyndin sem hann gerði með kvikmyndaleikstjóranum Jørgen Leth. Árið 1967 gerði Leth stuttmyndina The Perfect Human, sem er í miklu uppáhaldi hjá Trier. Árið 2000 bað Trier hann síðan að gera fimm nýjar útgáfur að myndinni. Trier setti fram reglur sem Leth varð að fara eftir svo að hann þurfti algjörlega að endurhugsa upphaflegu myndina. The Five Obstructions er sögð vera raunsönn lýsing á því ferli sem kvikmyndgerðin er. Myndin hefur vakið mikla athygli en mörgum þykir hún lítið annað en einkaflipp. Hún var sýnd nokkrum sinnum á danskri kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. En Criss Cross-sýningin í kvöld býður upp á meira en flippið hans Trier. Þar er safnað saman átta heimildamyndum, stuttmyndum, myndbandsverkum og kvikmyndum myndlistarmanna. Myndum frá Svíþjóð, Litháen og Danmörku, allt frá tveimur til fjörutíu mínútur að lengd. Sýningin hefst klukkan átta og stendur til ellefu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.