Lífið

Jackson heim af sjúkrahúsinu

Konungur poppsins er kominn heim af sjúkrahúsi. Michael Jackson var í gær leyft að halda á ný til heimkynna sinna í Neverland eftir að hafa verið lagður inn með flensueinkenni fyrr í vikunni. Réttarhöld yfir Jackson fara fram þessa dagana og þurfti að fresta þeim um viku vegna veikindanna. Talsmaður popparans segir að þó að honum hafi liðið nógu vel til þess að fara heim sé hann enn veikur og muni nota næstu dagana til þess að ná fyrri styrk heima í Neverland. Kviðdómur í máli Jackson verður valinn á þriðjudaginn í næstu viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.