Lífið

Eitt ár saman

Justin Timberlake og Cameron Diaz héldu partí um daginn og fögnuðu því að þau hafa verið saman í eitt ár. Þau leigðu svítu á Las Vegas Hard Rock-hótelinu fyrir veisluna. Sögusagnir höfðu verið um að parið hygðist giftast eftir að þau gáfu vinum sínum fyrirmæli um að fjölmenna til Nevada í síðustu viku. Charlie's Angels-stjarnan sást líka flagga flottum demantshring á dögunum sem ýtti enn meir undir sögusagnirnar. En í staðinn hélt parið flotta ársafmælisveislu fyrir rúmlega tuttugu vini sína. Gestirnir borðuðu veislumat frá fínum veitingastað og fóru svo og stunduðu fjárhættuspil fram á morgun. Móðir Justins, Lynn Harless, var á meðal gesta þó svo að hún sé ekki sú ánægðasta með samband sonar síns og Diaz.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.