Lífið

Nýtt lag frá Sálinni

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Aldrei liðið betur. Verður það á nýrri plötu sveitarinnar sem kemur líklega út í október á þessu ári. Lagið er léttleikandi og hressilegur ópus þar sem lúðrablástur er áberandi. Minnir það mjög á eldra efni með Sálinni. Samúel Samúelsson, liðsmaður fönksveitarinnar Jagúar, var fenginn til að útsetja lúðrablásturinn. Sjálfur spilar hann í laginu ásamt Kjartani Hákonarsyni, félaga sínum úr Jagúar, og Jens Hanssyni. Lagið er eftir Guðmund Jónsson gítarleikara en textinn eftir söngvarann Stefán Hilmarsson. Sálin hélt sig til hlés nær allt síðastliðið ár en hyggst vera mun virkari á þessu ári. Fyrsta lagið sem fékk að hljóma af nýju plötunni var Tíminn og við sem var frumflutt í október í fyrra og nú er sem sagt komin röðin að því næsta. Hægt er að hlýða á nýja lagið á vefsvæði Sálarinnar: salinhansjonsmins.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.