Lífið

Clooney óánægður með Crowe

George Clooney er ekki ánægður með gagnrýni Russel Crowe á auglýsingaleik sínum. Crowe gagnrýndi Clooney, Harrison Ford og Robert De Niro fyrir að leika í auglýsingum og sagðist sjálfur, ólíkt þeim, ekki notfæra sér frægð sína á þennan hátt. Clooney ýjaði þá að því að Crowe notfærði sér einmitt frægðina til þess að kynna hljómsveitina sína 30 Odd Foot Of Grunts: "Ég þakka fyrir ráðleggingarnar af því að við Harrison og De Niro ætluðum að stofna hljómsveiti sem heitir Grunting For 30 Feet og það mundi sennilega einnig flokkast sem slæm notkun á frægð okkar svo takk fyrir þetta!"





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.