Lífið

Stríðsöxin grafin

Josh Homme, söngvari Queens of the Stone Age, og Nick Oliveri, fyrrverandi bassaleikari sveitarinnar, ætla hugsanlega að starfa saman á ný seinna á þessu ári og grafa þar með stríðsöxina. Þessir fyrrum samherjar hafa lítið sem ekkert talast við síðan Homme rak Oliveri óvænt úr hljómsveitinni á síðasta ári. Að sögn gítarleikarans Troy Van Leeuwen munu liðsmenn Queens of the Stone Age líklega spila á næstu plötu Mondo Generator, núverandi hljómsveitar Oliveri. Margir telja að lagið Everybody Knows You´re Insane sem verður á nýjustu plötu Queens, Lullabies to Paralyze, fjalli um Oliveri. Leeuwen hefur borið þessar sögusagnir til baka. "Við þekkjum fullt af fólki sem hagar sér asnalega og þá er ég ekki endilega að tala um ofbeldisfulla hegðun," sagði hann. "Það gæti þess vegna verið almenningur í Bandaríkjunum." Nýjasta smáskífulag plötunnar, Little Sister, kemur út þann 14. mars. Platan sjálf er væntanleg viku síðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.