Lífið

Húsnæðislausir í tískuklæðnaði

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hyggjast leysa vanda húsnæðislausra með nokkuð nýstárlegum hætti. Þar í landi er vinsælt að falsa hátískuklæðnað frægra hönnuða og hafa bæði lögregla og tollayfirvöld lagt hald á töluvert magn af slíkum klæðnaði. Stjórnvöldum þótti heillaráð að klippa miðana af fötunum og gefa heimilislausum svo að þeir ættu í það minnsta skjólbetri klæði. Einn þeirra sem þáði þessa fatagjöf sagði við Reuters að sé væri alveg sama um gæðin, en fötin væru gasalega smart.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.