Lífið

Rock byrjaður með Óskarsbrandarana

„Ég þekki enga gagnkynhneigða karlmenn sem horfa á Óskarsverðlaunahátíðina fyrir utan þá sem starfa í skemmtanabransanum,“ segir grínistinn Chris Rock. Alla jafna væri öllum sama um yfirlýsingar af þessu tagi en svo óheppilega vill til að Rock er kynnir hátíðarinnar í ár. Í skemmtiþætti Jay Lenos í gærkvöldi gerði Rock stólpagrín að hátíðinni. Fyrir þá sem láta gífuryrði hans ekki hafa áhrif á sig má geta þess að Óskarsverðlaunahátíðin verður sýnt beint á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.