Lífið

Stjörnurnar starfa með Lewis

Tónlistargoðsögnin Jerry Lee Lewis mun starfa með mörgum af frægustu nöfnunum í bransanum á sinni fyrstu hljóðversplötu frá árinu 1995. Á meðal þeirra sem koma við sögu eru BB King, Bruce Springsteen, Mick Jagger, Keith Richards, Neil Young, Kid Rock, Rod Stewart, Eric Clapton og Kris Kristofferson. "Þetta voru 20 auðveldustu símtöl sem ég hef átt," sagði umboðsmaður Lewis sem fékk kappana til liðs við sig. "Allir vildu spila með honum." Upptökur eiga að hefjast í maí eða snemma í júní. Lewis, sem er 69 ára, fékk á dögunum Grammy-heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarinnar. Síðasta plata hans nefnist Young Blood en hún náði ekki miklum vinsældum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.