Lífið

Höfundur Fear and Loathing látinn

Hunter S. Thompson, höfundur bókarinnar Fear and Loathing in Las Vegas sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir, fannst látinn á sunnudag á heimili sínu í Aspen í Colorado. Hafði hann framið sjálfsvíg. Thompson, sem var 67 ára gamall, skrifaði einnig bókina Fear and Loathing: On the Campaign Trail ´72 sem vakti þó nokkra athygli. Þar var aðalpersónan háð eiturlyfjum og áfengi, rétt eins og Thompson sjálfur lengi vel. Hann var þekktur sem einn af upphafsmönnum svokallaðs fyrstu persónu blaðamannastíls þar sem blaðamaðurinn sjálfur var hafður í stóru hlutverki í frásögninni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.