Fleiri fréttir

Skylduáhorf fyrir netverja

Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt.

Hógvær Paul Potts vill íslenskan bjór

Breski tenórinn Paul Potts treður upp með Björgvini Halldórssyni í Laugardalshöll nú í byrjun desember ásamt aragrúa söngvara, meðal annars norsku Eurovision-stjörnunni Alexander Rybak. Potts, sem er fyrrverandi símasölumaður í Bridgend, er greinilega ekki þjakaður af stjörnustælum því hann gerir ekki miklar kröfur um aðbúnað baksviðs – og þó.

Klippa fyrir Krabbameinsfélagið

„Við erum búin að spara daginn og reyndum að bóka ekki mikið svo hægt væri að fá sem flesta í heimsókn,“ segir Kristján Aage Hilmarsson, hárgreiðslumaður á Sjoppunni. Á morgun stendur stofan fyrir góðgerðadegi til styrktar Krabbameinsfélaginu þar sem starfsmenn Sjoppunnar bjóða upp á klippingu allan daginn, gegn frjálsu framlagi. „Fólk kemur í klippingu, borgar það sem það vill og allur peningurinn fer beint í Krabbameinsfélagið,“ segir Kristján.

Fékk ráð hjá Downey Jr.

Gwyneth Paltrow deyr ekki ráðalaus ef hana vantar ráð. Hún upplýsti í kanadísku útgáfunni af Hello! að hún hefði þegið góð ráð hjá Robert Downey Jr. hvað varðar ávanabindandi vímuefni. Eins og flestum ætti að vera kunnugt kom Downey sér reglulega í klandur út af slíkum málum á sínum yngri árum.

Gerir mynd um geðveiki

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry sér loksins fyrir endann á tólf ára þrautagöngu kvikmyndar­innar Frankie & Alice, því nú styttist í frumsýningu hennar. Frankie & Alice, sem byggð er á sannsögulegum atburðum, segir frá konu með geðklofa.

Ótímabær þungun

Sögur ganga nú um að sextán ára gömul dóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandans Söruh Palin sé ólétt. Bristol Palin, eldri dóttir Söruh, varð sem frægt er orðið ólétt á táningsaldri og nú gæti verið að yngri dóttirin, Willow, eigi einnig von á barni.

Öfunduð af því að vera nálægt söngvara Hurts

Anna Þóra Alfreðsdóttir, fyrirsæta hjá Eskimo, leikur í nýju myndbandi hinnar vinsælu hljómsveitar Hurts. Anna Þóra flaug til London á föstudag og dvaldi í borginni þar til í gær. Þetta er í annað sinn sem Anna Þóra leikur í myndbandi Hurts en hún fór einnig með aðalhlutverkið í myndbandi lagsins Stay ásamt söngvaranum Theo Hutchcraft.

Hvaða brúnkukrem erum við að tala um?

Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í íþróttahúsinu í Mosfellsbæ og Laugardalshöll um helgina þar sem úrslit í fitness og vaxtarækt fóru fram. Magnús Samúelsson vann margfaldan Íslands- og bikarmeistaratitil, Magnús Bess í vaxtarrækt yfir 85 kóló og Gunnar Nelson att kappi gegn Michael Russel og sigraði bardagann en hann er í dag bjartasta vonin í heimi blandaðra bardagalistar.

Hátíska í H&M

Á meðfylgjandi myndum má sjá hönnun franska tískuhússins Lanvin fyrir H&M. Hönnuðurinn er Alber Elbaz og línan samanstendur af kjólum, kápum, bolum, pilsum, skóm og hönskum. Í myndbandinu sem fer eins og logi yfir akur um netið þessa dagana má sjá módel eins og Natasha Poly, Tati Cotliar og Hannelore Knuts á lúxushótelherbergjum kvartandi yfir að elskhuginn færi þeim rósir í stað Lanvin-klæða. Herlegheitin, sem skoða má í myndasafni, fara í sölu í netverslun H&M og völdum búðum 23. nóvember.

Drungalegur millikafli

Harry Potter og dauðadjásnin er fín afþreying en áhorfandinn vill óneitanlega fá meira, sjálfan lokakaflann.

Séð og heyrt anno 1874

Stórskemmtileg og vel stíluð saga en dálítið ágripskennd og sjónarhornið þröngt.

Tískan á bleika dreglinum

Tískusýningar undirfataframleiðandans Victoria's Secret hafa ávallt vakið mikla athygli enda ansi litríkar og glaðlegar. Gestir á sýningunni á dögunum gengu ekki rauða dregilinn heldur þann bleika og hér má sjá nokkrar myndir af því sem gestirnir klæddust á sýningunni.

Uppselt á tónleika Ólafs Arnalds víða um Evrópu

Ólafur Arnalds hefur verið í tæpan mánuð á tónleikaferðalagi um Evrópu. Allt hefur gengið eins og í sögu hjá Ólafi og föruneyti hans sem telur 11 manns. „Við erum búin að leggja allt í þennan túr,“ segir tónlistar­maðurinn Ólafur Arnalds.

Skilnaðaralda í Hollywood

Skilnaðir og brestir í samböndum fræga fólksins vekja jafnan mikla athygli og að undanförnu hefur óvenju mikið borið á hjónaskilnuðum í borg englanna. Fréttablaðið valdi fimm fræg pör sem hafa ákveðið að fara hvort í sína áttina.

Ólafur seldur á 37 milljónir

Quadruple Spiral Projection, sem listfræðingar telja vera fyrsta mikilvæga verkið eftir íslenska listamanninn Ólaf Elíasson, var slegið hæstbjóðanda hjá norræna uppboðshaldaranum Bukowski í Stokkhólmi á miðvikudagskvöld.

Trúðar koma um áramótin

Klovn:The Movie eða Trúður: Kvikmyndin verður frumsýnd á Íslandi 2. janúar í Sambíóunum. Þetta staðfestir Sigurður Viktor Chelbat hjá Samfilm við Fréttablaðið.

Komin á samning í Þýskalandi

Hljómsveit Veru Sölvadóttur og Magnúsar Jónssonar reynir fyrir sér í Þýskalandi með útgáfu á dansvænni plötu. Plata með tvíeykinu BB & Blake verður gefin út hjá þýska útgáfufyrirtækinu Athletikk á næstunni. Hún inniheldur fjórar ólíkar útgáfur af laginu Paris je t’aime. Tónlistar­mennirnir Lars Sommer­feld, Edgar 9000 og Kerosene sjá um að endurvinna lögin.

Willow fetar í fótspor foreldra sinna

Hin tíu ára gamla dóttir Wills Smith og Jödu Pinkett Smith, Willow, prýðir forsíðu tímaritsins W Magazine um þessar mundir. Stúlkan gaf nýlega út sína fyrstu smáskífu, Whip My Hair, sem hefur slegið í gegn vestan hafs og komst í kjölfarið á samning hjá engum öðrum en Jay-Z.

Ungfrú Samúel 2010 valin

Á meðfylgjandi myndum má sjá þegar Móeiður Sif Skúladóttir sigraði samkeppni Samúels 2010 sem fram fór á veitingahúsinu Broadway á föstudagskvöldið. Í öðru sæti varð Hulda Kristinsdóttir og Jórunn Steinsson landaði þriðja sætinu.

Konur eiga orðið allan ársins hring

Meðfylgjandi myndir voru teknar í útgáfuhófi bókaforlagsins Sölku sem haldið var í IÐU í gærkvöldi. Tilefnið var útgáfa dagatalsbókarinnar Konur eiga orðið allan ársins hring sem kemur út árlega en í henni eru hugleiðingarnar íslenskra kvenna. Eins og sjá má á myndunum ríkti mikil gleði á meðal kvennanna.

Sætur bolli af sviss mokka

Það er gaman að prófa sig áfram með klassíska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í bollann.

Sumir eiga bara fallega vini

Útlitsráðgjafinn og sjónvarpsmaðurinn vinsæli Karl Berndsen hélt partý á stofunni sinni Beautybarinn í gærkvöldi af því tilefni að hann sendir nú frá sér sína fyrstu bók sem ber hún heitið VAXI-n - Finndu hvað fer þér best. Bókin hefur að geyma ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar sem Karl hefur safnað að sér á sínum fjölbreytilega ferli. Hann leggur ríka áherslu á að sérhver kona finni sinn eigin stíl og klæði sig í samræmi við það hvernig hún er VAXI-n. Á meðfylgjandi myndum má sjá Karl fagna á meðal fallegra vina og vinkvenna sem voru áberandi smart eins og Kalli sjálfur.

Kynnir Nóbelinn

Leikkonan unga Anne Hathaway kemur fram í nýju hlutverki í lok mánaðarins en hún ætlar að vera kynnir á Nóbelstónleikunum sem haldnir eru í tengslum við afhendingu friðarverðlaunanna í Osló. Hathaway stendur við hlið leikarans Denzels Washington og mun það hafa verið leikkonan sjálf sem bað um að fá að gegna þessu hlutverki.

Fjölmiðlafárið var of mikið fyrir mig

Sænska prinsessan Madeleine talaði í fyrsta sinn opinberlega um sambandsslitin við Jonas Bergström síðasta vor í blaðaviðtali í vikunni. Þau voru nýtrúlofuð þegar upp komst um ítrekað framhjáhald kappans, meðal annars með ungri norskri stúlku sem seldi sögu sína til slúðurblaða þar í landi.

Knightley leikur Önnu

Keira Knightley á nú í samningaviðræðum við leikstjórann Joe Wright um að leika Önnu Kareninu, höfuðpersónu samnefndrar skáldsögu eftir Leo Tolstoj. Wright þessi leitar greinilega ekki langt yfir skammt eftir aðalleikkonum því hann leikstýrði Keiru í Pride and Prejudice og Atonement. Working Title er með myndina á sinni könnu og er gert ráð fyrir því að fyrsta uppkast að handriti verði klárt í næsta mánuði.

Kennir Frökkum að taka slátur

„Hann viðurkenndi að hann hefði kúgast yfir þessu,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú, sem sýndi frönskum sjónvarpsmanni í vikunni hvernig ætti að taka slátur. Franska sjónvarpsstöðin Arte var stödd hér á landi til að fjalla um hvernig Íslendingar hefðu brugðist við kreppunni sem svo skyndilega skall á þjóðinni.

Kate leggur línurnar

Kjólar eins og sá sem Kate Middleton, unnusta Vilhjálms Bretaprins, var í er trúlofun þeirra var kynnt seldust upp á innan við sólar­hring eftir að myndir af henni í kjólnum birtust. Kjóllinn er hannaður af brasilískum hönnuði sem Middleton leitar gjarnan til þegar hana vantar kjóla við opinberar athafnir.

Japis opnuð á ný á netinu

„Það verður að hafa trú á því að fólk borgi áfram fyrir tónlist því ef að það gerir það ekki endar það þannig að ekkert verður gefið út,“ segir Ásvaldur Friðriksson.

Setur upp Villiönd Ibsens fyrir norska þjóðleikhúsið

Baltasar Kormákur hefur verið fenginn til að setja upp Villiöndina eftir Henrik Ibsen í norska þjóðleikhúsinu árið 2012. Villiöndin á að vera opnunarsýningin á Ibsen-hátíðinni sem leikhúsið heldur annað hvert ár en Ibsen er í hávegum hafður í menningarlífi Norðmanna. „Þetta er mikill heiður fyrir mig," segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Hann er staddur í Los Angeles að ráða til sín starfsfólk fyrir fyrstu stóru Hollywood-kvikmyndina sína, Contraband, sem Universal-kvikmyndaverið framleiðir með Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverki.

Gerði þátt með Maggie Q

Egill Örn Egilsson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður í Hollywood, leikstýrði nýverið þætti í bandarísku spennuþáttaröðinni Nikita með Die Hard stjörnunni Maggie Q í aðalhlutverki. Þættirnir hafa hlotið mikið lof í Ameríku og fá 7,8 á imdb.com en þeir eru byggðir á valinkunnri franskri mynd um unga stúlku á refilstigum sem bjargað er af leyniþjónustu Bandaríkjanna og í kjölfarið gerð út í líki leigumorðingja. Meðal annarra leikara í þáttunum má nefna Shane West sem margir kannast við úr ER og svo Lyndsy Fonseca úr Kick-Ass.

Hræðist ekki hrukkurnar

Fyrirsætan Heidi Klum sagði í nýju viðtali við tímaritið Self Magazine að besta fegurðarráðið sem hún gæti gefið konum á hennar aldri væri að bæta svolitlu kjöti á beinin.

Vægast sagt löðrandi

„Já það var gaman að rífa í járnin með Cutlernum. Ég er 94 kíló af hreinu kjöti en hann er 130 kíló af hreinu kjöti. Ég er vanur að lyfta með Audda Blö og Hjöbba Hafliða þar sem ég er tröllið á æfingunum, en þarna var mér neglt niður á jörðina. Leið eins og aumingja alla æfinguna," segir Egill og heldur áfram:

Gallerí Dunga

Gallerí Dunga á Geirsgötu 5a er listagallerí sem selur verk aðeins eftir íslenskar listakonur. Við kíktum í heimsókn þar sem eigendurnir Ingibjörg Klemenz og Dunna sýndu okkur galleríið.

Hjálmaklíkan með þrjár vinsælustu plöturnar

Hljómsveitin Baggalútur gefur í á Tónlistanum þessa vikuna með nýjustu plötu sína, Næstu jól, og nær toppsætinu af Memfismafíunni og Diskóeyjunni. Í þriðja sæti eru síðan Hjálmar með Keflavík Kingston. Menn eru án efa kátir í herbúðum þessarra þriggja sveita, enda eru þær að miklu leyti skipaðar sömu mönnum.

Friðrik Dór lofar miklu fjöri á útgáfutónleikum í kvöld

„Þetta verður veisla, ein stór veisla, því get ég lofað,“ segir Friðrik Dór, söngvari, sem heldur útgáfutónleika á Nasa í kvöld. Hann lofar mikilli stemmingu en fjöldi tónlistarmanna koma fram með söngvaranum í kvöld. Á meðal þeirra eru Erpur Eyvindarson, Ásgeir Orri og Steindi Jr., auk þess mun rapparinn Henrik Biering taka lagið ásamt góðum gestum.

Þór í nýrri tónleikaröð

Tónlistarmaðurinn Þór Breiðfjörð Kristinsson, sem hefur verið búsettur í Kanada, er fluttur til Íslands eftir fjórtán ára fjarveru.

Önnur dansmynd til Hollands

„Það er mikill heiður að fá þetta tækifæri. Þetta ýtir manni áfram í að gera fleiri myndir,“ segir María Þórdís Ólafsdóttir. Dans-stuttmynd hennar, Between, hefur verið valin til þátttöku á kvikmyndahátíðina Cinedans í Amsterdam sem fer fram 9. til 12. desember.

Fljúga frá Ástralíu til að sjá Frostrósir

„Við verðum í Noregi um jólin og áramótin en þegar við fréttum af þessum tónleikum fannst okkur lítið tiltökumál að bæta Íslandi á listann,“ segir Ástralinn Craig Murray. Hann hyggst fljúga alla leið til Íslands og vera viðstaddur jólatónleika Frostrósa sem haldnir verða á Akureyri um miðjan næsta mánuð. Murray er að eigin sögn forfallinn Eurovision-aðdáandi og hefur verið allar götur síðan Abba-flokkurinn kom, sá og sigraði árið 1974. Hann ætti því að fá nóg fyrir sinn pening enda troða upp á tónleikunum þrír söngvarar sem eru með slíka reynslu á bakinu: þau Friðrik Ómar, Regína Ósk og Hera Björk.

Páll Óskar söng óvænt fyrir börnin á Álftaborg

Páll Óskar Hjálmtýsson kom í óvænta heimsókn á leikskólann Álftaborg á miðvikudaginn. Palli var á leiðinni að Lyngási en fór húsavillt og mætti því starfsmönnum Álfta­borgar á kaffistofu leikskólans. Heimsóknin endaði með samsöng þar sem Palli og börnin tóku lagið.

Þriðja myndin um Bridget Jones?

Breski leikarinn Colin Firth hefur gefið í skyn að þriðja myndin um Bridget Jones sé væntanleg. Hinn fimmtugi Firth hefur leikið Mark Darcy, ástmann Jones, í fyrstu tveimur myndunum.

Klippa kynlíf úr þekktum myndum

Bandaríska fyrirtækið Family Edited DVDs sérhæfir sig í að klippa kynlífs- og ofbeldisatriði úr kvikmyndum til að gera þær fjölskylduvænar. Fyrirtækið selur svo myndirnar aftur og hefur þannig reitt stóru kvikmyndaverin til reiði.

Grét eftir samfarir

Jazmine Waltz, löguleg snót sem svaf hjá David Arquette skömmu eftir skilnað hans og Courteney Cox, segir leikarann hafa verið óspennandi í rúminu. Þetta kemur fram í viðtali við Waltz í bandaríska lífsstílstímaritinu Style.

Helgi Svavar semur fyrir Osló

Helgi Svavar Helgason hefur tekið að sér að semja tónlistina við rómantísku gamanmyndina Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Helgi, þekktastur fyrir að vera trymbill í Hjálmum og Flís, hefur unnið töluvert með Stefáni Jónssyni, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands, og samdi meðal annars tónlistina við Enron sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.

Kelly óttast krabbamein

Raunveruleikastjarnan Kelly Osbourne, dóttir rokkarans Ozzy, óttast mjög að greinast með krabbamein. Átta ár eru liðin síðan móðir hennar Sharon greindist með ristilkrabbamein. „Ég er sannfærð um að ég fái krabbamein,“ sagði hin 26 ára Kelly í sjónvarpsviðtali.

Sjá næstu 50 fréttir