Lífið

Helgi Svavar semur fyrir Osló

Reynir Lyngdal. Reynir og Helgi Svavar ætla jafnvel að endurhljóðblanda gömul íslensk dægurlög sem þóttu einu sinni hallærisleg en gætu verið töff í dag.
Reynir Lyngdal. Reynir og Helgi Svavar ætla jafnvel að endurhljóðblanda gömul íslensk dægurlög sem þóttu einu sinni hallærisleg en gætu verið töff í dag.

Helgi Svavar Helgason hefur tekið að sér að semja tónlistina við rómantísku gamanmyndina Okkar eigin Osló í leikstjórn Reynis Lyngdal. Helgi, þekktastur fyrir að vera trymbill í Hjálmum og Flís, hefur unnið töluvert með Stefáni Jónssyni, prófessor í leiklist við Listaháskóla Íslands, og samdi meðal annars tónlistina við Enron sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.

Reynir Lyngdal segist í samtali við Fréttablaðið einnig ætla sjálfur að koma að gerð tónlistarinnar. „Við erum svona að spá, ég og Helgi, hvort við eigum ekki að endurhljóðblanda gömul íslensk dægurlög. Myndin á að vera svolítið íslensk og við viljum nýta músíkina. Það er til svo mikið af tónlist sem eitt sinn þótti hallærisleg en er alveg geðveikt góð," segir Reynir en hann er ekki ókunnur endurhljóðblöndunum enda hefur hann starfað sem plötusnúður á skemmtistöðum samhliða kvikmyndagerðarhlutverkinu.







Kvartett Jóels Pálssonar: Jóel Pálsson, Davíð Þór Jónsson, Tómas R. Einarsson, Helgi Svavar Helgason. f45130204_mulinn_14.jpg

Kvikmyndin er nú í klippiherberginu en tökuliðið var nýverið í Osló að taka upp ástarsenur. Að sögn Reynis mátti reyndar litlu muna að dagsverki þeirra yrði stolið einn daginn. „Það var brotist inn í einn bílinn hjá okkur og við fengum mikið sjokk því þar voru upptökur dagsins geymdar á geisladiski. Sem betur fer var bara einu kvenmannsveski stolið."

Reynir reiknar með því að myndin verði frumsýnd í febrúar.- fgg












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.