Fleiri fréttir

Baggalútur í rífandi jólafíling

„Jú jú við erum alveg í rífandi jólafíling. Nú keppumst við við að baka sem flestar smákökur og förum á vigtina í janúar og sjáum hver þyngist mest," svarar Bragi Valdimar meðlimur hljómsveitarinnar Baggalútur sem gefur út plötu sem ber heitið Nýjasta nýtt fyrir þessi jól.

Lögreglukórinn boðar jólafögnuð

Lögreglukórinn heldur jólatónleika sína í Grafarvogskirkju næstkomandi sunnudagskvöld. Hörður Jóhannesson, formaður Lögreglukórsins og aðstoðar lögreglustjóri, segir að dagskráin verði mjög fjölbreytt . Þetta verði sambland af íslenskri tónlist og erlendri, gamalli og nýrri. Hörður segir að kórinn starfi alltaf yfir vetrarmánuðina og haldi reglubundið jólatónleika, en þó ekki á hverju ári.

Davíð á marga stuðningsmenn í netheimum

Stuðningsmenn Davíðs Oddssonar láta til sín taka í fésbókarsamfélaginu svokallaða. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir undanfarið þar sem stuðningi er lýst við hina ýmsu menn og málefni. Þar má einnig sjá andstæðinga stjórnmálamanna.

Sléttur magi og stinnur rass í jólagjöf

„Fit-Pilates leikfimin er vinsæl á Íslandi og DVD diskurinn kemur sér vel fyrir þá sem vilja æfa heima sér eða gera hlé á að vera í skipulögðum tímum á líkamsræktarstöðvunum," svarar Smári Jósafatsson einkaþjálfari sem gefur út dvd disk með sérhæfðum leikfimisæfingum fyrir þessi jól.

Sjóðheitur rakspíri frá Burger King

Rakspíri grilláhugamannsins er jólagjöfin í ár frá hamborgarakeðjunni Burger King. Hann heitir Flame og það er dagljóst að hann er ekki ætlaður grænmetisætum.

Blikandi stjörnur fögnuðu

„Þetta heppnaðist mjög vel, hópurinn söng nokkur lög og seldi fullt af diskum,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir, þjálfari og söngstjóri Blikandi stjarna, sem fagnaði útgáfu samnefndrar plötu síðastliðið fimmtudagskvöld í Hinu húsinu.

Í hópi bestu nýliða á iTunes

Tónlistarkonan Lay Low er á lista iTunes í Bandaríkjunum yfir tíu bestu nýliðana í flokki þjóðlagatónlistar. Þetta kemur fram á heimasíðu þessarar vinsælustu tónlistarveitu heims, þar sem fólk er jafnframt hvatt til að kaupa hennar nýjustu plötu, Farewell Good Night"s Sleep.

Bölvun á plötu Bob Justman

„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu,“ segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól.

Hnotubrjótssvíta og Diddú

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína á morgun kl. 20.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tvö verkefni eru á dagskrá. Annars vegar flytur Stórsveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí í þekktri útsetningu Duke Ellington og Billy Strayhorn frá árinu 1960. Hins vegar kemur Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - fram sem einsöngvari með sveitinni í fyrsta sinn og syngur nýjar jólaútsetningar eftir tvo hljómsveitarmeðlimi, Stefán S. Stefánsson og Kjartan Valdemarsson.

Stefán Karl tryllti Boston-aðdáendur

,,Þetta var ótrúlega skemmtilegt, ég fékk að hitta bæði liðin og spjallaði aðeins við fyrirliðann Paul Pierce,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari.

Seldi myndlistarsýningu í heilu lagi til Danmerkur

„Þetta er voðalega gaman. Myndirnar fjalla meðal annars um stríð, svik og sorg,“ segir Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður sem nýverið seldi heila myndlistarsýningu til Danmerkur.

Vekja athygli vestra

Lagið Really Wild af nýjustu plötu JJ Soul Band, Bright Lights, var á dögunum tilnefnt til Hollywood Music-verðlaunanna. Lagið náði þó ekki að bera sigur úr býtum þegar verðlaunin voru afhent í síðasta mánuði. Áður hafði lagið Getting Colder By the Year af sömu plötu hlotið tilnefningu til Los Angeles Music-verðlaunanna fyrir ári síðan. Lagið That Kinda Man með JJ Soul Band komst jafnframt í úrslit í 100% Music Songwriting-keppninni fyrr á árinu.

Þorgerður Katrín fékk kartöflu

Pottaskefill heimsótti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í Alþingishúsið í dag og afhenti henni kartöflu.

Stefán Karl heiðursgestur á stórleik

„Assgoti eruð þið nösk að frétta þetta. Já það er rétt, ég var lukkutrölli Boston celtics í gær og hitti meira að segja í körfuna," svarar Stefán Karl Stefánsson leikari sem fer með hlutverk Trölla eða „The Grinch“ í söngleik sem sýndur er í Boston en hann var heiðursgestur á leik Boston celtics gegn Utah í gær. „Ég hitti liðið og Utah Jazz. Þetta var mikilvægur leikur og þá vantaði jólastemningu. Þetta var meiriháttar því ég er Boston celtic-maður af því að Óli bróðir minn elskaði Larry Bird í gamla daga." „Hann (Óli) verður alveg pottþétt ánægður með þetta en ég á reyndar eftir að segja honum frá þessu," segir Stefán Karl. „Það var alveg svakalega gaman að hitta þetta lið og fá að djöflast með þem."

Tvístraðar og samsettar fjölskyldur eru normið núna

Í nýrri skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Vetrarsól, teflir hún saman ólíkum heimum og varpar fram spurningum um lífsgildi, lífsviðhorf og lífsblekkingu. Vísir hafði samband við Auði og spurði hana út í rithöfundastarfið. „Í dag á ég erfitt með að hugsa mér lífið án þess að vera rithöfundur. Að minnsta kosti er ég eins sátt í mínu starfi og framast er unnt."

Áramótapartí á Apótekinu

„Akkúrat núna er verið að breyta Apótekinu," svarar Gunnar Traustason eigandi skemmtistaðarins en hann keypti nýverið út meðeiganda sinn, Garðar Kjartansson. „Það eru sirka tveir mánuðir

Röddin á bak við Sollu stirðu

Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir ljáir íslensku Sollu stirðu rödd sína. Vísir hafði samband við þessa hæfileikaríku stúlku og spurði hvernig hún fékk Latarbæjarstarfið. „Ég fór fyrst í talestningu fyrir barnaefni í lok ársins 2003 og var beðin að fara í prufu fyrir litla stelpu í jólamyndinni það ár sem hét „Álfur" minnir mig," svarar Ólöf.

Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk

Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr..

Jón Bjarki efstur í kjöri á hetju ársins hjá DV

Jón Bjarki Magnússon fyrrverandi blaðamaður DV henti handsprengju inn í bloggheima og fréttatíma gærdagsins. Upptaka af samtali hans og ritstjórans Reynis Traustasonar sem birt var í Kastljósi hefur vakið mikla athygli. Framferði Jóns Bjarka er umdeilt, sumir segja ósvífið hjá drengnum að hafa tekið ákvörðun um að birta tveggja manna samtal í sjónvarpi allra landsmanna. Aðrir líta á hann sem hetju.

Slöpp jól framundan

Börkur Gunnarsson er höfundur bókarinnar Hvernig ég hertók höll Saddams sem kemur út fyrir þessi jól. Í bókinni lýsir Börkur dvöl sinni í Írak og fjallar að sama skapi um ástina. Þar lýsir hann persónulegri upplifun sinni á þeirri sérstæðu stöðu að vera fulltrúi herlausrar þjóðar í hinu umdeilda stríði í Írak. Vísir hafði samband við Börk og spurði hann út í ástina og jólin.

Fóstbræður teknir út af Youtube

Aðdáendur Fóstbræðra uppgötvuðu sér til mikillar skelfingar að búið var að taka út allt efni sjónvarpsþáttanna af hinni vinsælu vefsíðu Youtube. Fyrir ofan myndböndin stendur skýrum stöfum: „This video is no longer available due to a copyright claim by SMAIS,“ eða „þetta myndband er ekki lengur til vegna kröfu af hálfu Smáís“.

Friðelskendur á Iceasave-túr

Tónleikaferð Mugisons um Evrópu, sem gengur undir nafninu Icesave-túrinn, hefur gengið ljómandi vel. Hann segir hljómsveitina ekki hafa orðið fyrir neinu aðkasti þrátt fyrir að margir útlendingar hafi tapað á falli íslensku bankanna.

Áramótastuð í þriðja sinn

DJ Kiki-Ow og DJ Curver halda sitt árlega 90s-partí á skemmtistaðnum Nasa á gamlárskvöld. Þetta er í þriðja sinn sem þau halda partíið og hefur stemningin alltaf verið mjög góð. Nú seinast varð allt brjálað í haust þegar Haddaway spilaði á 90s-kvöldi á Nasa við góðar undirtektir og má því búast við miklu stuði um áramótin.

U2-plata í febrúar

No Line on the Horizon, tólfta hljóðversplata U2, kemur í búðir 23. febrúar á næsta ári. Tónlistarverslunin HMV greindi frá þessu. Mikil eftirvænting er eftir plötunni, sem fylgir eftir How to Dismantle an Atomic Bomb sem kom út fyrir fjórum árum við miklar vinsældir.

Ríkir Rússar rífa út dýrar merkjavörur

„Það gerðist bara hérna á laugardaginn að einhver ríkur Rússi gekk út með pelsa og jakkaföt fyrir hátt í milljón,“ segir Páll Kolbeinsson, einn eigenda tískuvöruverslunarinnar Sævar Karl í Bankastræti. Svo virðist að með falli krónunnar hafi skapast markaður fyrir vel stætt fólk að utan að koma hingað og kaupa sér dýr föt og annan lúxusvarning. Armani-jakkaföt og aðrar munaðarvörur sem þjóð í kreppu lætur sig bara dreyma um þessa dagana er pakkað niður í ferðatöskur og rata á fataslár erlendra auðmanna.

Á toppnum í Makedóníu

Nýjasta lag Brynjars Más Valdimarssonar, Runaway, er það vinsælasta í Makedóníu í dag. Lagið fór beint í efsta sætið á vinsældalista útvarpsstöðvarinnar Radio 106, sína fyrstu viku á lista, sem er einstakur árangur. Sló það við lögum með stjörnum á borð við Tinu Turner, Boyzone, Duffy, Beyonce, Pink og Leona Lewis.

Hættir hjá Parlophone

Bresku rokkararnir í Supergrass hafa sagt skilið við útgáfufyrirtækið Parlophone Records, sem er í eigu EMI, eftir þrettán ára samstarf. Í staðinn hafa þeir stofnað eigið útgáfufyrirtæki, Supergrass Records.

Bang Gang með tónleika

Hljómsveitin Bang Gang heldur sína fyrstu tónleika í Reykjavík í um tvö ár á skemmtistaðnum Nasa á fimmtudagskvöld. Bang Gang hefur spilað á yfir þrjátíu tónleikum víðs vegar um Evrópu að undanförnu til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu, Ghosts From the Past. Meðal annars hitaði sveitin upp fyrir Air á tvennum tónleikum í París.

The Godfather númer eitt

Kvikmyndastofnun Bandaríkjanna hefur sett saman lista yfir bestu myndir allra tíma í landinu í tíu flokkum. Ekki kemur á óvart að mafíumyndin The Godfather náði einu af toppsætunum.

Ekki áhugi á söngleik

Leikkonan Cameron Diaz hefur ekki áhuga á að leika í söngleiknum Shrek á sviði. Diaz, sem talar fyrir prinsessuna Fionu í teiknimyndunum Shrek, er engu síður hrifinn af söngleiknum, sem var frumsýndur á Broadway fyrir skömmu.

Gefa út Stjána saxófón

Hljómsveitin Pjetur og Úlfarnir hefur gefið út plötuna Pjetur og Úlfarnir 1978-1982. Hún hefur að geyma lög af tveimur fjögurra laga plötum sem sveitin gaf út á sínum tíma. Þar á meðal er lagið Stjáni saxófónn sem naut mikilla vinsælda.

Endurkoma ekki líkleg

Engin áform eru uppi um að upprunalegir meðlimir Guns N"Roses snúi aftur í sveitina. Orðrómur hefur verið uppi um að gítarleikarinn Slash og bassaleikarinn Duff McKagan hyggi á endurkomu en hann er ekki á rökum reistur.

Derrick er dáinn

Þýski leikarinn Horst Tappert er látinn, 85 ára að aldri. Horst er hvað þekktastur fyrir að hafa leikið lögreglumanninn Derrick í samnefndum þáttum.

Fréttastofan fékk höfðinglega gjöf

Fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis barst höfðingleg gjöf frá Sólheimum í Grímsnesi í dag, nú þegar einungis níu dagar eru til jóla.

Sænska Carola heldur tónleika á Íslandi

Sænska söngkonan Carola sem sigraði Eurovision árið 1992 heldur tónleika á Íslandi 17. desember næstkomandi í Filadelfiu. Vísir hafði samband við einn skipuleggjanda tónleikanna, Hrönn Svansdóttur. „Tónleikarnir eru á miðvikudaginn klukkan átta," svarar Hrönn og heldur áfram: „Hún hefur sjálf sérstakan áhuga á að koma aftur til Íslands en hún kom í fyrra og var rosalega ánægð. Þá kom hún fram á afmælistónleikum einstaklings og í framhaldinu fengum við hana til að halda tónleika," segir Hrönn.

Ásdís Rán ræktar sambandið

Vísir hafði samband við Ásdísi Rán sem er stödd á Íslandi um þessar mundir ásamt fjöskyldunni. Hún er meðvituð um að sinna þarf sambandinu en hún er á leið til Bretlands ásamt eiginmanni sínum, Garðari Garðar Gunnlaugssyni, þar sem þau ætla að njóta þess að versla og slaka á.

Litríkur hópur í detoxferð

Ævintýralega skemmtilegur, litríkur og kátur hópur er á leið til Póllands í föruneyti heilsufrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur. Þar er um að ræða ferð sem farin verður 3. janúar en margir sjá það sem góðan kost að huga rækilega að heilsunni eftir hátíðar. Í hópnum munu vera þeir Ásgeir Þór Davíðsson sem betur er þekktur sem Geiri á Goldfinger og góður vinur hans Þorsteinn Hjaltested óðalsbóndi við Vatnsenda.

Bogi reisir friðarkúlu

Bogi Jónsson á Hliði á Álftanesi stendur illa fjárhagslega, eins og hér kom nýlega fram. Hann lætur það þó ekki slá sig út af laginu og hefur búið til friðarkúlu sem mun standa á landareign hans.

Merzedes Club var pönk

Listamaðurinn Ceres 4 (Hlynur Áskelsson) hefur komið víða við. Pönkað á plötum og hnyklað vöðvana í Merzedes Club. Hann hóf listaferilinn á ljóðaplötunni Kaldastríðsljóðin árið 2000 og hefur nú gefið þau ljóð út á glæsilegri bók, sem Þorvaldur Jónsson og Davíð Hólm myndskreyta.

Cruise klúðrar öllu aftur

Stórleikaranum Tom Cruise eru mislagðar hendur þegar hann kemur fram í sjónvarpi. Margir muna eflaust eftir því þegar hann umturnaðist hjá Opruh Winfrey 2005, stökk upp á stól og tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri hamingjusamasti maður í heimi. Ástæðan fyrir þessu upphlaupi Cruise var þá nýja ástin í lífi hans, Katie Holmes.

Sjá næstu 50 fréttir