Lífið

Sjóðheitur rakspíri frá Burger King

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rakspíri grilláhugamannsins er jólagjöfin í ár frá hamborgarakeðjunni Burger King. Hann heitir Flame og það er dagljóst að hann er ekki ætlaður grænmetisætum.

Af spíranum er nefnilega grillilmur sem er algjör nýjung á snyrtivörumarkaðinum. Flame-rakspírinn ætti ekki að setja neinn á hausinn en flaskan af honum kostar rétt innan við fjóra dollara sem nú heggur nærri 500 íslenskum krónum. Varan fæst bæði á Netinu og í útvöldum verslunum en ekki fylgir sögunni hvort nálgast megi flösku af honum á næstu Burger King-búllu.

Á síðunni firemeetsdesire.com, sem kalla mætti logandi þrá á íslensku, segir að Whopper-hamborgarinn frá Burger King sé uppáhald allra Ameríkana og nú hafi tekist með góðum árangri að færa þennan unað yfir á flösku. Lýsingin á ilmnum telst væntanlega einstök innan um aðrar snyrtivörur á hillum verslana en á flöskunni stendur að Flame sé tælandi ilmur með votti af eldsteiktu kjöti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.