Lífið

,,Jónína með stólpípuna að vopni mun ræsta sorann,'' segir Stormsker

Jón Gerald, Jónína Ben og Sverrir Stormsker fara yfir stöðuna á Útvarpi Sögu í dag.
Jón Gerald, Jónína Ben og Sverrir Stormsker fara yfir stöðuna á Útvarpi Sögu í dag.

Gestir í þætti Sverris Stormsker í dag á Útvarpi Sögu verða Jón Gerald Sullenberger og Jónína Benediktsdóttir.

„Þau hafa bæði verið í þáttum hjá mér áður en þá í sitthvoru lagi. Eins og allir vita þá er Jónína gengin í Framsóknarflokkinn með stólpípuna að vopni og ætlar að ræsta sorann og spillinguna úr því fólki sem ennþá er eftir í flokknum."

„Það er ekki öfundsvert djobb. Skítadjobb," svarar Sverrir þegar Vísir spyr hann út í þáttinn hans Miðjan sem hefst klukkan 16 í dag á Útvarpi Sögu fm 99.4.

„Jón Gerald er hinsvegar með það á prjónunum að opna lágvöruverslun hér á Los Klakos og fara í samkeppni við Bónus og ég held að margir yrðu fegnir þeirri nýbreytni."

„Báðar þessar manneskjur hafa fengið yfir sig drápsklyfjar af huggulegum svívirðingum og óbótaskömmum undanfarin ár en ég held það sé loksins farið að renna upp fyrir fólki að kannski hafi þau haft sitthvað til síns máls eftir allt saman."

„Bæði eru þau með munninn fyrir neðan nefið og ennið fyrir ofan augun svo ég held það sé óhætt að lofa fólki fyrirtaks skemmtun og fróðleik í dag," segir Sverrir.

Alla fyrri þætti Sverris má finna á stormsker.net.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.