Lífið

Baggalútur í rífandi jólafíling

Baggalútur.
Baggalútur.

„Jú jú við erum alveg í rífandi jólafíling. Nú keppumst við við að baka sem flestar smákökur og förum á vigtina í janúar og sjáum hver þyngist mest," svarar Bragi Valdimar meðlimur hljómsveitarinnar Baggalútur sem gefur út plötu sem ber heitið „Nýjasta nýtt" fyrir þessi jól.

„Textinn kemur til mín í draumi. Þetta bara kemur. Stundum er textinn bara lagður upp í hendurnar á mér," segir Bragi aðspurður út í textagerðina.

„Við erum eiginlega komnir í jólafrí og liggjum afvelta núna. Nú verður diskurinn bara að selja sig sjálfur. Ég hvet alla jólasveina til að kaupa diskinn sem passar í allar skóstærðir frá 37 til 49."

Nýjasta nýtt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.