Lífið

Sléttur magi og stinnur rass í jólagjöf

Smári Jóssafatsson.
Smári Jóssafatsson.

„Fit-Pilates leikfimin er vinsæl á Íslandi og DVD diskurinn kemur sér vel fyrir þá sem vilja æfa heima sér eða gera hlé á að vera í skipulögðum tímum á líkamsræktarstöðvunum," svarar Smári Jósafatsson einkaþjálfari sem gefur út DVD disk með sérhæfðum leikfimisæfingum fyrir þessi jól.

Þarf að nota æfingaboltann með æfingunum? „Já, boltinn gerir æfingarnar skemmtilegri. Hann fær okkur til að finna jafnvægisvöðva líkamans og þjálfa djúpvöðva kviðsins og bakvöðvana, auk þess að boltinn veitir líkams-, vöðva- og líffæra nudd."

„Æfingaboltarnir fást í öllum helstu íþróttavöruverslunum," segir Smári.

Út á hvað ganga þessa æfingar? „Fit-Pilates æfingarnar ganga út á að þjálfa alla vöðva líkamans og jafnvægis vöðvana. En áherslan er mest á djúpvöðva kviðs, bakvöðva, rass og lærvöðva."

„Æfingarnar eru fyrir alla sem vilja þjálfa góðan grunn, fá flottar línur, sléttan maga og stinnan rass," segir Smári og tekur fram að diskurinn fæst í Hagkaupum.

Áttu ráð til að fá stinnan rass? „Meðal annars að ganga upp alla stiga sem verða á vegi þínum og í Fit-Pilates setja fætur á bolta, upp í háa brú og rúlla fram og aftur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.