Lífið

Davíð á marga stuðningsmenn í netheimum

Davíð Oddsson seðlabankastjóri á marga stuðnginsmenn á Facebook.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri á marga stuðnginsmenn á Facebook.
Stuðningsmenn Davíðs Oddssonar láta til sín taka í fésbókarsamfélaginu svokallaða. Hinir ýmsu hópar hafa verið stofnaðir undanfarið þar sem stuðningi er lýst við hina ýmsu menn og málefni. Þar má einnig sjá andstæðinga stjórnmálamanna.

Það fer ekki framhjá neinum að Davíð Oddsson er umdeildur maður, hvort sem er í raunveruleikanum eða á Facebook. Hægt er að finna marga hópa sem taka afstöðu annaðhvort með Davíði eða á móti.

Þar má finna grúppur með nöfnum á borð við Davíð Oddsson ætti að segja af sér, Sendum Davíð Oddsson til suðurheimskautsins, Niður með Davíð Oddsson og Ég held að Davíð Odsson sé geimvera.

Á Facebook má einnig finna fólk sem styður seðlabankastjórann. Eins og til dæmis þá sem hafa skráð sig í grúppurnar Ég styð Davíð Oddsson og I love Dabbi Odds.

Grúppan sem hinsvegar hefur flesta stuðningsmenn Davíðs heitir einfaldlega Stuðningsmenn Davíðs Oddssonar.

Þar eru hátt í 300 manns búnir að skrá sig og má þar sjá nöfn nokkurra þjóðþekktra einstaklinga. Andrés Magnússon blaðamaður, Eyþór Arnalds bæjarfulltrúi, Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona, Óttar Felix Hauksson athafnamaður, Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi og námsmaður, Rúnar Freyr Gíslason leikari og sjálfur Hannes Hólmsteinn Gissurarson eru meðal stuðningsmanna Davíðs.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.