Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk 16. desember 2008 11:18 Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að sérfræðingahópruinn mat þær 63 umsóknir sem bárust í annari umferð þróunarstyrkja til norræna tölvuleikjageirans. Niðurstaða þeirra var að þeim 3 milljónum danskra króna sem voru til ráðstöfunar, skyldi úthlutað til eftirfarandi sjö nýrra tölvuleikjaverkefna auk hins íslenska: "Aquatic Ambience", sem er þróað af Chiralion Oy (Finnlandi) fyrir ýmsar tegundir farsíma. Hlýtur 300.000 dkr. í styrk. "Boingo", sem er þróað af Black Drop Studios AB (Svíþjóð) fyrir PC og Xbox 360. Hlýtur 300.000 dkr. í styrk. "Brothers", sem er þróað af af The Story Lab AB (Svíþjóð) fyrir Xbox 360 og PlayStation 3. Hlýtur 500.000 dkr. í styrk. "Furiae - Uppvaknandet", sem er þróað af Resolution Interactive AB (Svíþjóð) fyrir Nintendo DS. Hlýtur 300.000 dkr. í styrk. "IloMilo", sem er þróað af Global Southend Productions AB (Svíþjóð) fyrir Xbox Live, PlayStation Network, PC og farsíma. Hlýtur 500.000 dkr. í styrk. "Invasion Europe", sem er þróað af Sauma Technologies Oy (Finnlandi) fyrir PC. Hlýtur 400.000 dkr. í styrk. "SuperDoodler", sem er þróað af Earthtree Media AS (Noregi) fyrir Nintendo DS. Hlýtur 400.000 dkr. í styrk. Um ákvörðunina segir sérfræðingahópurinn :„Gæði umsóknanna hefur aukist mikið með árunum og eru þau nú jafnari en nokkru sinni. Við væntum þess þó að í framtíðinni verði verkefnin enn betur úr garði gerð á þremur megin sviðum, þ.e. viðskiptaáætlun, leikútfærslu og grafík". Norræna tölvuleikjaáætlunin hófst árið 2006 og er þetta þriðja starfsár hennar af sex. Áætlunin leggur áherslu á að bæta aðgang norrænna tölvueikjanotenda að norrænum tölvuleikjum og eru styrkirnir mikilvægur þáttur í því starfi. Leikjavísir Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr.. Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að sérfræðingahópruinn mat þær 63 umsóknir sem bárust í annari umferð þróunarstyrkja til norræna tölvuleikjageirans. Niðurstaða þeirra var að þeim 3 milljónum danskra króna sem voru til ráðstöfunar, skyldi úthlutað til eftirfarandi sjö nýrra tölvuleikjaverkefna auk hins íslenska: "Aquatic Ambience", sem er þróað af Chiralion Oy (Finnlandi) fyrir ýmsar tegundir farsíma. Hlýtur 300.000 dkr. í styrk. "Boingo", sem er þróað af Black Drop Studios AB (Svíþjóð) fyrir PC og Xbox 360. Hlýtur 300.000 dkr. í styrk. "Brothers", sem er þróað af af The Story Lab AB (Svíþjóð) fyrir Xbox 360 og PlayStation 3. Hlýtur 500.000 dkr. í styrk. "Furiae - Uppvaknandet", sem er þróað af Resolution Interactive AB (Svíþjóð) fyrir Nintendo DS. Hlýtur 300.000 dkr. í styrk. "IloMilo", sem er þróað af Global Southend Productions AB (Svíþjóð) fyrir Xbox Live, PlayStation Network, PC og farsíma. Hlýtur 500.000 dkr. í styrk. "Invasion Europe", sem er þróað af Sauma Technologies Oy (Finnlandi) fyrir PC. Hlýtur 400.000 dkr. í styrk. "SuperDoodler", sem er þróað af Earthtree Media AS (Noregi) fyrir Nintendo DS. Hlýtur 400.000 dkr. í styrk. Um ákvörðunina segir sérfræðingahópurinn :„Gæði umsóknanna hefur aukist mikið með árunum og eru þau nú jafnari en nokkru sinni. Við væntum þess þó að í framtíðinni verði verkefnin enn betur úr garði gerð á þremur megin sviðum, þ.e. viðskiptaáætlun, leikútfærslu og grafík". Norræna tölvuleikjaáætlunin hófst árið 2006 og er þetta þriðja starfsár hennar af sex. Áætlunin leggur áherslu á að bæta aðgang norrænna tölvueikjanotenda að norrænum tölvuleikjum og eru styrkirnir mikilvægur þáttur í því starfi.
Leikjavísir Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira