Fleiri fréttir Eiginkonan vill tíu milljónir á mánuði Skilnaður Johns Cleese við eiginkonuna virðist ekki jafn vinalegur og hann hélt fram í fyrstu. Parið tilkynnti um skilnaðinn í janúar, og nú er komið að því að ákveða hvernig fjármálunum verður háttað. Og það stefnir í blóðuga baráttu. 26.4.2008 15:04 Amy Winehouse komin með nýjan gæja Amy Winehouse er komin með nýjan kærasta ef marka má slúðurpressuna í Bretlandi. 26.4.2008 13:40 Bráðavaktarstjarna vill fá að deyja Maura Tierney vill láta drepa sig. Hún hefur því stungið upp á því við framleiðendur Bráðavaktarinnar að þeir slátri persónu hennar, Dr. Abby Lockart. 26.4.2008 13:07 Amy ávítt fyrir að skalla mann Breska söngkona Amy Winehouse var í morgun ávítt af lögreglu fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistað í Lundúnum aðfararnótt miðvikudags. Winehouse kom sjálfviljug til yfirheyrslu hjá lögreglu í gær vegna málsins. 26.4.2008 12:39 Uma hittir kúgarann Maður sem er sakaður um að ofsækja Umu Thurman fær loksins ósk sína uppfyllta þegar hann hittir hana fyrir rétti í New York á mánudaginn. 26.4.2008 12:31 Pete Doherty les kóraninn Vandræðabarnið Pete Doherty hefur fundið nýja leið til að róa taugarnar í fangelsinu. Eftir að hann var settur í einangrun í síðustu viku hefur hann lesið Kóraninn af miklum móð, og hugleiðir nú að taka upp múhameðstrú. 26.4.2008 11:23 Verður barist um síðustu beddana? „Fólk þarf að fara að hafa hraðar hendur," segir Geir Gestsson, einn aðstandenda heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði. Hann segir stefna hraðbyri í það að gistirými í bænum verði uppbókuð á meðan á hátíðinni stendur. „Það er alveg ótrúlega mikill áhugi á þessu,“ segir Geir. 25.4.2008 16:50 Amy á leið til yfirheyrslu Amy Winehouse mætir til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag til að skýra sína hlið mála eftir að maður sakaði hana um að hafa skallað sig fyrir utan bar í vikunni. 25.4.2008 15:41 Dylan fluttur í Laugardalinn Concert, sem hefur veg og vanda af tónleikum Bob Dylan hér á landi hefur tekið ákvörðun um að færa stórtónleikana þann 26. maí úr Egilshöll í Nýju Laugardalshöllina. Þetta er gert í hagræðingarskyni en að öðru leyti verður fyrirkomulagið óbreytt; áfram er heildarmagn miða í boði 8.000, svæði A tekur 4.000 og svæði B einnig 4.000. Samkomulag hefur náðst við rekstraraðila Egilshallarinnar um þennan ráðhag að því er fram kemur í tilkynningu frá Concert. 25.4.2008 14:20 Fyrrverandi vændiskona gefur út fræðslubækur um starfið Margir snúa sér að ritstörfum þegar þeir setjast í helgan stein. Það gerði Amanda Brooks einmitt, en hún er hinsvegar ekki nema 29 ára gömul. 25.4.2008 14:10 Jay-Z slaufar brúðkaupsferðinni Það er ekki víst að Beyonce sé hrifin af forgangsröðinni hjá nýbökuðum eiginmanni sínum. Jay-Z ákvað að sleppa því að fara með henni í brúðkaupsferð til að missa ekki úr vinnu. 25.4.2008 13:59 David reynir að barna Victoriu Beckham hjónin eru að reyna að eignast fjórða barnið. Pabbi Davids lét hafa það eftir sér á dögunum að parið langaði í stelpu, og það staðfesti David svo í viðtali hjá Ellen Degeneres á dögunum þar sem hann sagði að þau væru að „vinna í því" að búa til nýtt barn. Þau væru mikið fjölskyldufólk og hafi alltaf langað í mörg börn. Þau David og Victoria hafa verið gift í næstum níu ár, og eiga fyrir þrjá drengi á aldrinum þriggja til níu ára. 25.4.2008 11:32 Amy forrík þrátt fyrir sukkið Endalaust sukk, líkamsárásir og meðferðir virðast ekki hafa haft tilfinnnanleg áhrif á fjármál vandræðabarnsins Amy Winehouse. Söngkonan er metin á tíu milljónir punda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, og situr nú í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir ríkustu ungu tónlistarmennina. Hann mælir auðæfi breskra tónlistamanna undir þrítugu. 25.4.2008 11:05 Wesley Snipes dæmdur í þriggja ára fangelsi Hollywoodleikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. 25.4.2008 07:11 Bjór á bensínverði: 750 lítrar á tveimur tímum Enski barinn við Austurvöll seldi bjórinn á bensínverði í dag eða á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Gíslasin eigandi pöbbsins segir tiltækið hafa gengið framar vonum en með þessu vidli hann sýna vörubílstjórum stuðning í verki. 25 bjórkútar, eða 750 lítrar, seldust á tveimur tímum. 24.4.2008 22:21 Annað slys við tökur á nýju Bond myndinni Það á ekki af áhættuleikurunum í nýjustu James Bond myndinni að ganga. Í síðustu viku missti einn þeirra stjórn á Bond bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði úti í Garda vatninu á Ítalíu. Kollegi hans slasaðist síðan alvarlega í dag þegar hann lenti í bílslysi í nágrenninu. 24.4.2008 20:48 Skoskar flugur vitlausar í heilögustu líkamsparta McDreamy Grey’s Anatomy stjarnan Patrick Dempsey lætur það líklega vera að klæðast skotapilsi næsta skipti sem hann bregður sér til Skotlands. 24.4.2008 16:12 J-Lo og börnin í raunveruleikaþætti Jennifer Lopez seldi fyrstu myndirnar af börnunum sínum fyrir sex milljónir dollara, og nú ætlar hún með þau í sjónvarp. 24.4.2008 15:16 Glímukvendi lamdi eiginmanninn í brúðkaupsferðinni Það getur verið slæmt að taka vinnuna með sér heim. Þetta ætti American Gladiator stjarnan Erin Toughill að kannast við. Fyrrverandi eiginmaður hennar sótti um nálgunarbann gegn henni í síðustu viku, og segir hana hafa lamið sig í klessu í brúðkaupsferðinni. 24.4.2008 15:01 Kynþokkafyllsta kona heims Megan Fox er kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba. 24.4.2008 14:43 Alvarlegt slys við tökur á Bond Áhættuleikari slasaðist alvarlega í gær við tökur á nýju Bond myndinni, Quantum of Solace. Hann lenti í árekstri við annað áhættuleikara, þegar mennirnir voru að taka upp bíleltingarleik á hlykkjóttum vegi við Garda vatn á Ítalíu. 24.4.2008 14:19 Amy kýlir mann og skallar annan Meðferðin sem Amy Winehouse fór í á dögunum virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif. Lögregla hyggst nú yfirheyra hana eftir að hún réðst á tvo menn á nýlegu skralli. 24.4.2008 12:58 Vinir Wesley biðjast vægðar Wesley Snipes, sem er ákærður fyrir stórfelld skattsvik, reynir nú hvað hann getur að sleppa við fangelsisdóm. Hann brá því á það ráð að fá nokkra fræga vini sína til að skrifa dómara í málinu bréf, og biðja um miskunn. 24.4.2008 11:27 Naomi að verða sköllótt Svo virðist sem ofurfyrirsætan og skapofsakvendið Naomi Campbell sé að verða sköllótt. Naomi hefur lengi verið með þykkan ennistopp, en við opnun Metropolitan óperunnar í New York í gær skartaði hún nýrri greiðslu. Fyrirsætan var með hárið skipt í miðju, og var engu líkara en stóran lokk vantaði á mitt höfuðið. Sérfræðingar segja að skallablettinn megi mögulega rekja til endalausra hárlenginga, fastra flétta og annarra misþyrminga í þágu tískunnar. 24.4.2008 10:37 ZikZak splæsir smókinginn Kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson keppir um aðalverðlaunin í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni. 24.4.2008 06:30 Harðsvíraður Helgi Björns í fylgd nektardansmeyja „Já, það verður gaman að rifja upp gamla takta frá Sódómu Reykjavík. Þar var ég náttúrlega með mína undirheimastarfsemi í Hafnarfirði en hef nú fært út kvíarnar í höfuðborgina," segir Helgi Björnsson sem leikur undirheimakónginn Lárus eða Lalla í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar 24.4.2008 00:01 Semi Pro björninn banaði þjálfara sínum Skógarbjörn, sem nýlega kom fyrir í Will Ferell kvikmyndinni Semi-Pro, varð þjálfara sínum að bana í gær. Björninn var mikið notaður í kvikmyndum og er talinn sá best þjálfaði í Hollywood. 23.4.2008 21:32 Boðar breytingar á Morgunblaðinu "Ég þurfti að hugsa mig aðeins um áður en ég þáði starfið enda búið að vera afskaplega gaman hjá mér í vinnunni síðasta eina og hálfa árið," segir Ólafur Stephensen. Í dag var tilkynnt að hann muni taka við ritstjórn Morgunblaðsins þegar Styrmir Gunnarsson, sem þar hefur ráðið ríkjum síðan 1972, lætur af störfum í júní. 23.4.2008 17:57 Tuskunaut rústar hendi tannlæknis Tannlæknir í Chicago hefur kært lukkudýr körfuboltaliðsins Chicago Bulls fyrir líkamsáras. 23.4.2008 17:04 Íslensk stuttmynd á Cannes Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar, keppir um Gullpálmann fyrir stuttmyndir á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Á heimasíðu framleiðslufyrirtækisins Zik Zak segir að einungis níu af þeim fimm þúsund myndum sem skoðaðar voru hafi komist í keppnina. 23.4.2008 16:31 Fedde Le Grand á Broadway í kvöld Technounnendur þurfa greinilega að þræða partýin í kvöld. Hollenski plötusnúðurinn Fedde Le Grand er á leið til landsins, og spilar á Broadway í kvöld. Fedde er íslendingum að góðu kunnur, en hann heimsótti klakann snemma árs í fyrra. Þá á hann á eitt vinsælasta danslagið í íslensku útvarpi undanfarna mánuði, „Let me think about it. Húsið opnar klukkan 23:00 í kvöld og sjá Techno.is plötusnúðarnir Exos, Sindri BM og Plugg'd um upphitun. Miða er hægt að nálgast í Jack & Jone í Kringlunni og kosta 2500 í forsölu. 23.4.2008 15:11 Útgáfutónleikar Ísafoldar á sunnudag Útgáfutónleikar Kammersveitarinnar Ísafoldar eru sunnudaginn 27. apríl nk. 23.4.2008 14:38 Hundrað þúsund hafa horft á This is My Life Rúmlega hundrað þúsund manns hafa horft á myndband við Evróvisjónframlag Íslands, This is My Life, á síðu slúðurkóngsins Perez Hilton. „Ég hoppaði hæð mína í loft upp þegar ég sá að þetta var komið inn,“ segir Friðrik Ómar. Hann segir það hafa verið draumurinn að koma myndbandinu að á síðum á borð við þessa, en býst þó ekki við frægð og frama Eurobandsins vestanhafs í kjölfarið. 23.4.2008 14:04 Selja bjór á bensínverði Mótmæli vörubílstjóra hafa líklega ekki farið framhjá mannsbarni í dag. Öllu friðsamlegri mótmæli fara fram á Enska barnum við Austurvöll milli fimm og sjö á morgun. Þar verður bjórinn seldur á sama verði og bensín - á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Jónsson eigandi barsins segir jafnvel hugsanlegt fólk sem mætir með dælulykil fái tveggja króna afslátt. 23.4.2008 13:42 Verður erfitt að feta í litlu fótspor Valtýs Henry Birgir Gunnarsson íþróttastjóri Fréttablaðsins stjórnar útvarpsþætti á X-inu 977 milli kl. 12 og 13 alla virka frá og með 2. maí. Þátturinn, sem enn hefur ekkert nafn fengið, verður tileinkaður íþróttum. 23.4.2008 13:30 Carl Cox á Nasa í kvöld Goðsögnin Carl Cox kemur fram á Nasa í kvöld, síðasta vetrardag. Carl Cox er unnendum danstónlistar að góðu kunnur, en hann hefur verið í fremstu röð í geiranum í tæp þrjátíu ár. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að Cox sé einn alvirtasti plötusnúður heims, og um tímamótaviðburð því að ræða. Miða má nálgast á mida.is 23.4.2008 12:42 Myndband - Eurobandið syngur Hey hey hey we say ho ho ho Eurobandið virðist hafa náð góðum tökum, Hey hey hey we say ho ho ho, lagi keppinauta sinna í Laugardagslögunum. Sveitin spilar lagið nú reglulega á tónleikum sínum, og ef marka má myndband á YouTube síðu hennar ná þau Regína og Friðrik erkifjendunum í Merzedes Club ansi vel. 23.4.2008 11:27 Paris Hilton gerð útlæg frá lúxushóteli Hótelerfinginn Paris Hilton er ekki lengur velkomin á Hyatt Hótelið í Moskvu, eftir að hún tússaði á fokdýrt veggfóður. Hilton krotaði „Paris Moscow 2008" á veggfóður í forsetasvítu hótelsins, sem kostar rúma milljón á nóttu, þegar hún sat þar fyrir í myndatöku. Hótelið hafði ekki húmor fyrir uppátækinu. Það sektaði hana um 4500 pund, eða sem samsvarar tæpum 660 þúsund krónum, og bannaði henni að koma þangað aftur. 23.4.2008 10:54 This is My Life sýnt í ríkissjónvarpinu í Kúvæt „Ég var niðri í skóla að lesa fyrir lokaritgerðina mína þegar ég fékk símtal frá vinafólki mínu í Kúvæt,“ segir Draupnir Rúnar Draupnisson, aðalleikarinn í myndbandi Eurobandsins við This is My Life. Vinafólkið var að horfa á tónlistarþátt í ríkissjónvarpi landsins, þegar kynnt var til leiks flott Evróvisjónlag - og það frá Íslandi. 23.4.2008 10:22 Gósentíð hjá hnökkunum Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. 23.4.2008 05:00 Barist um réttinn að Lennon myndbandi Myndband, sem sýnir John Lennon reykja maríjúana, semja lög og stinga upp á því að setja LSD í teið hjá Richard Nixon, er viðfangsefni lagadeilu sem tekin verður fyrir hjá dómara í Boston í byrjun næstu viku. 22.4.2008 21:26 Lífstílsgúru í latexgalla Næringarfræðingurinn og heilsugúrúið Gillian McKeith hefur margra ára þjálfun í því að segja fólki fyrir verkum. Það var því löngu tímabært að hún klæddi sig í samræmi við það. 22.4.2008 17:09 Dugguholufólkið vinnur til verðlauna Kvikmyndin Duggholufólkið í leikstjórn Ara Kristinssonar vann aðalverðlaunin í flokki kvikmynda fyrir börn á aldrinum 8 - 10 ára á Sprockets kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina. Veitt voru aðalverðlaun fyrir bestu mynd fyrir aldurshópinn 8-10 ára annars vegar og hins vegar aldurinn 11-12 ára auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir bestu stuttmyndina. 22.4.2008 16:30 Pétur Þór knúsaður eftir uppboðið „Maður fór eiginlega bara í köku. Ég var afar þakklátur og hrærður," segir Pétur Þór Gunnarsson eigandi Gallerís Borgar, sem stóð um helgina fyrir fyrsta uppboði gallerísins í tíu ár á Hilton hóteli. Pétur stóð í málaferlum í tæp níu ár í Stóra málverkarfölsunarmálinu svokallaða, þar sem honum var gefið að sök að hafa falsað eða vísvitandi selt verk sem hann vissi að væru fölsuð. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu, og var að lokum sýknaður í Hæstarétti. 22.4.2008 15:58 Gagnrýnandi slátrar This is My Life Gagnrýnendur vefsíðunnar Hecklerspray.com þræða sig nú í gegnum lögin í Evróvisjónkeppninni þetta árið og reikna út líkur þeirra á sigri. Framlag Íslands, This is My Life, fær ekki góða útreið. 22.4.2008 13:55 Sjá næstu 50 fréttir
Eiginkonan vill tíu milljónir á mánuði Skilnaður Johns Cleese við eiginkonuna virðist ekki jafn vinalegur og hann hélt fram í fyrstu. Parið tilkynnti um skilnaðinn í janúar, og nú er komið að því að ákveða hvernig fjármálunum verður háttað. Og það stefnir í blóðuga baráttu. 26.4.2008 15:04
Amy Winehouse komin með nýjan gæja Amy Winehouse er komin með nýjan kærasta ef marka má slúðurpressuna í Bretlandi. 26.4.2008 13:40
Bráðavaktarstjarna vill fá að deyja Maura Tierney vill láta drepa sig. Hún hefur því stungið upp á því við framleiðendur Bráðavaktarinnar að þeir slátri persónu hennar, Dr. Abby Lockart. 26.4.2008 13:07
Amy ávítt fyrir að skalla mann Breska söngkona Amy Winehouse var í morgun ávítt af lögreglu fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistað í Lundúnum aðfararnótt miðvikudags. Winehouse kom sjálfviljug til yfirheyrslu hjá lögreglu í gær vegna málsins. 26.4.2008 12:39
Uma hittir kúgarann Maður sem er sakaður um að ofsækja Umu Thurman fær loksins ósk sína uppfyllta þegar hann hittir hana fyrir rétti í New York á mánudaginn. 26.4.2008 12:31
Pete Doherty les kóraninn Vandræðabarnið Pete Doherty hefur fundið nýja leið til að róa taugarnar í fangelsinu. Eftir að hann var settur í einangrun í síðustu viku hefur hann lesið Kóraninn af miklum móð, og hugleiðir nú að taka upp múhameðstrú. 26.4.2008 11:23
Verður barist um síðustu beddana? „Fólk þarf að fara að hafa hraðar hendur," segir Geir Gestsson, einn aðstandenda heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar á Patreksfirði. Hann segir stefna hraðbyri í það að gistirými í bænum verði uppbókuð á meðan á hátíðinni stendur. „Það er alveg ótrúlega mikill áhugi á þessu,“ segir Geir. 25.4.2008 16:50
Amy á leið til yfirheyrslu Amy Winehouse mætir til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag til að skýra sína hlið mála eftir að maður sakaði hana um að hafa skallað sig fyrir utan bar í vikunni. 25.4.2008 15:41
Dylan fluttur í Laugardalinn Concert, sem hefur veg og vanda af tónleikum Bob Dylan hér á landi hefur tekið ákvörðun um að færa stórtónleikana þann 26. maí úr Egilshöll í Nýju Laugardalshöllina. Þetta er gert í hagræðingarskyni en að öðru leyti verður fyrirkomulagið óbreytt; áfram er heildarmagn miða í boði 8.000, svæði A tekur 4.000 og svæði B einnig 4.000. Samkomulag hefur náðst við rekstraraðila Egilshallarinnar um þennan ráðhag að því er fram kemur í tilkynningu frá Concert. 25.4.2008 14:20
Fyrrverandi vændiskona gefur út fræðslubækur um starfið Margir snúa sér að ritstörfum þegar þeir setjast í helgan stein. Það gerði Amanda Brooks einmitt, en hún er hinsvegar ekki nema 29 ára gömul. 25.4.2008 14:10
Jay-Z slaufar brúðkaupsferðinni Það er ekki víst að Beyonce sé hrifin af forgangsröðinni hjá nýbökuðum eiginmanni sínum. Jay-Z ákvað að sleppa því að fara með henni í brúðkaupsferð til að missa ekki úr vinnu. 25.4.2008 13:59
David reynir að barna Victoriu Beckham hjónin eru að reyna að eignast fjórða barnið. Pabbi Davids lét hafa það eftir sér á dögunum að parið langaði í stelpu, og það staðfesti David svo í viðtali hjá Ellen Degeneres á dögunum þar sem hann sagði að þau væru að „vinna í því" að búa til nýtt barn. Þau væru mikið fjölskyldufólk og hafi alltaf langað í mörg börn. Þau David og Victoria hafa verið gift í næstum níu ár, og eiga fyrir þrjá drengi á aldrinum þriggja til níu ára. 25.4.2008 11:32
Amy forrík þrátt fyrir sukkið Endalaust sukk, líkamsárásir og meðferðir virðast ekki hafa haft tilfinnnanleg áhrif á fjármál vandræðabarnsins Amy Winehouse. Söngkonan er metin á tíu milljónir punda, eða tæpan einn og hálfan milljarð króna, og situr nú í fyrsta sinn á lista Sunday Times yfir ríkustu ungu tónlistarmennina. Hann mælir auðæfi breskra tónlistamanna undir þrítugu. 25.4.2008 11:05
Wesley Snipes dæmdur í þriggja ára fangelsi Hollywoodleikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. 25.4.2008 07:11
Bjór á bensínverði: 750 lítrar á tveimur tímum Enski barinn við Austurvöll seldi bjórinn á bensínverði í dag eða á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Gíslasin eigandi pöbbsins segir tiltækið hafa gengið framar vonum en með þessu vidli hann sýna vörubílstjórum stuðning í verki. 25 bjórkútar, eða 750 lítrar, seldust á tveimur tímum. 24.4.2008 22:21
Annað slys við tökur á nýju Bond myndinni Það á ekki af áhættuleikurunum í nýjustu James Bond myndinni að ganga. Í síðustu viku missti einn þeirra stjórn á Bond bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnaði úti í Garda vatninu á Ítalíu. Kollegi hans slasaðist síðan alvarlega í dag þegar hann lenti í bílslysi í nágrenninu. 24.4.2008 20:48
Skoskar flugur vitlausar í heilögustu líkamsparta McDreamy Grey’s Anatomy stjarnan Patrick Dempsey lætur það líklega vera að klæðast skotapilsi næsta skipti sem hann bregður sér til Skotlands. 24.4.2008 16:12
J-Lo og börnin í raunveruleikaþætti Jennifer Lopez seldi fyrstu myndirnar af börnunum sínum fyrir sex milljónir dollara, og nú ætlar hún með þau í sjónvarp. 24.4.2008 15:16
Glímukvendi lamdi eiginmanninn í brúðkaupsferðinni Það getur verið slæmt að taka vinnuna með sér heim. Þetta ætti American Gladiator stjarnan Erin Toughill að kannast við. Fyrrverandi eiginmaður hennar sótti um nálgunarbann gegn henni í síðustu viku, og segir hana hafa lamið sig í klessu í brúðkaupsferðinni. 24.4.2008 15:01
Kynþokkafyllsta kona heims Megan Fox er kynþokkafyllsta kona í heimi, ef marka má lesendur FHM tímaritsins. Fox, sem er þekktust fyrir leik sinn í Transformers, skaust upp fyrir bombur á borð við Angelinu Jolie, Kim Kardashian og vinningshafa síðasta árs, Jessicu Alba. 24.4.2008 14:43
Alvarlegt slys við tökur á Bond Áhættuleikari slasaðist alvarlega í gær við tökur á nýju Bond myndinni, Quantum of Solace. Hann lenti í árekstri við annað áhættuleikara, þegar mennirnir voru að taka upp bíleltingarleik á hlykkjóttum vegi við Garda vatn á Ítalíu. 24.4.2008 14:19
Amy kýlir mann og skallar annan Meðferðin sem Amy Winehouse fór í á dögunum virðist ekki hafa haft tilætluð áhrif. Lögregla hyggst nú yfirheyra hana eftir að hún réðst á tvo menn á nýlegu skralli. 24.4.2008 12:58
Vinir Wesley biðjast vægðar Wesley Snipes, sem er ákærður fyrir stórfelld skattsvik, reynir nú hvað hann getur að sleppa við fangelsisdóm. Hann brá því á það ráð að fá nokkra fræga vini sína til að skrifa dómara í málinu bréf, og biðja um miskunn. 24.4.2008 11:27
Naomi að verða sköllótt Svo virðist sem ofurfyrirsætan og skapofsakvendið Naomi Campbell sé að verða sköllótt. Naomi hefur lengi verið með þykkan ennistopp, en við opnun Metropolitan óperunnar í New York í gær skartaði hún nýrri greiðslu. Fyrirsætan var með hárið skipt í miðju, og var engu líkara en stóran lokk vantaði á mitt höfuðið. Sérfræðingar segja að skallablettinn megi mögulega rekja til endalausra hárlenginga, fastra flétta og annarra misþyrminga í þágu tískunnar. 24.4.2008 10:37
ZikZak splæsir smókinginn Kvikmyndagerðarmaðurinn Rúnar Rúnarsson keppir um aðalverðlaunin í flokki stuttmynda á Cannes-hátíðinni. 24.4.2008 06:30
Harðsvíraður Helgi Björns í fylgd nektardansmeyja „Já, það verður gaman að rifja upp gamla takta frá Sódómu Reykjavík. Þar var ég náttúrlega með mína undirheimastarfsemi í Hafnarfirði en hef nú fært út kvíarnar í höfuðborgina," segir Helgi Björnsson sem leikur undirheimakónginn Lárus eða Lalla í sjónvarpsþáttaröðinni Svartir englar 24.4.2008 00:01
Semi Pro björninn banaði þjálfara sínum Skógarbjörn, sem nýlega kom fyrir í Will Ferell kvikmyndinni Semi-Pro, varð þjálfara sínum að bana í gær. Björninn var mikið notaður í kvikmyndum og er talinn sá best þjálfaði í Hollywood. 23.4.2008 21:32
Boðar breytingar á Morgunblaðinu "Ég þurfti að hugsa mig aðeins um áður en ég þáði starfið enda búið að vera afskaplega gaman hjá mér í vinnunni síðasta eina og hálfa árið," segir Ólafur Stephensen. Í dag var tilkynnt að hann muni taka við ritstjórn Morgunblaðsins þegar Styrmir Gunnarsson, sem þar hefur ráðið ríkjum síðan 1972, lætur af störfum í júní. 23.4.2008 17:57
Tuskunaut rústar hendi tannlæknis Tannlæknir í Chicago hefur kært lukkudýr körfuboltaliðsins Chicago Bulls fyrir líkamsáras. 23.4.2008 17:04
Íslensk stuttmynd á Cannes Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar, keppir um Gullpálmann fyrir stuttmyndir á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Á heimasíðu framleiðslufyrirtækisins Zik Zak segir að einungis níu af þeim fimm þúsund myndum sem skoðaðar voru hafi komist í keppnina. 23.4.2008 16:31
Fedde Le Grand á Broadway í kvöld Technounnendur þurfa greinilega að þræða partýin í kvöld. Hollenski plötusnúðurinn Fedde Le Grand er á leið til landsins, og spilar á Broadway í kvöld. Fedde er íslendingum að góðu kunnur, en hann heimsótti klakann snemma árs í fyrra. Þá á hann á eitt vinsælasta danslagið í íslensku útvarpi undanfarna mánuði, „Let me think about it. Húsið opnar klukkan 23:00 í kvöld og sjá Techno.is plötusnúðarnir Exos, Sindri BM og Plugg'd um upphitun. Miða er hægt að nálgast í Jack & Jone í Kringlunni og kosta 2500 í forsölu. 23.4.2008 15:11
Útgáfutónleikar Ísafoldar á sunnudag Útgáfutónleikar Kammersveitarinnar Ísafoldar eru sunnudaginn 27. apríl nk. 23.4.2008 14:38
Hundrað þúsund hafa horft á This is My Life Rúmlega hundrað þúsund manns hafa horft á myndband við Evróvisjónframlag Íslands, This is My Life, á síðu slúðurkóngsins Perez Hilton. „Ég hoppaði hæð mína í loft upp þegar ég sá að þetta var komið inn,“ segir Friðrik Ómar. Hann segir það hafa verið draumurinn að koma myndbandinu að á síðum á borð við þessa, en býst þó ekki við frægð og frama Eurobandsins vestanhafs í kjölfarið. 23.4.2008 14:04
Selja bjór á bensínverði Mótmæli vörubílstjóra hafa líklega ekki farið framhjá mannsbarni í dag. Öllu friðsamlegri mótmæli fara fram á Enska barnum við Austurvöll milli fimm og sjö á morgun. Þar verður bjórinn seldur á sama verði og bensín - á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Jónsson eigandi barsins segir jafnvel hugsanlegt fólk sem mætir með dælulykil fái tveggja króna afslátt. 23.4.2008 13:42
Verður erfitt að feta í litlu fótspor Valtýs Henry Birgir Gunnarsson íþróttastjóri Fréttablaðsins stjórnar útvarpsþætti á X-inu 977 milli kl. 12 og 13 alla virka frá og með 2. maí. Þátturinn, sem enn hefur ekkert nafn fengið, verður tileinkaður íþróttum. 23.4.2008 13:30
Carl Cox á Nasa í kvöld Goðsögnin Carl Cox kemur fram á Nasa í kvöld, síðasta vetrardag. Carl Cox er unnendum danstónlistar að góðu kunnur, en hann hefur verið í fremstu röð í geiranum í tæp þrjátíu ár. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að Cox sé einn alvirtasti plötusnúður heims, og um tímamótaviðburð því að ræða. Miða má nálgast á mida.is 23.4.2008 12:42
Myndband - Eurobandið syngur Hey hey hey we say ho ho ho Eurobandið virðist hafa náð góðum tökum, Hey hey hey we say ho ho ho, lagi keppinauta sinna í Laugardagslögunum. Sveitin spilar lagið nú reglulega á tónleikum sínum, og ef marka má myndband á YouTube síðu hennar ná þau Regína og Friðrik erkifjendunum í Merzedes Club ansi vel. 23.4.2008 11:27
Paris Hilton gerð útlæg frá lúxushóteli Hótelerfinginn Paris Hilton er ekki lengur velkomin á Hyatt Hótelið í Moskvu, eftir að hún tússaði á fokdýrt veggfóður. Hilton krotaði „Paris Moscow 2008" á veggfóður í forsetasvítu hótelsins, sem kostar rúma milljón á nóttu, þegar hún sat þar fyrir í myndatöku. Hótelið hafði ekki húmor fyrir uppátækinu. Það sektaði hana um 4500 pund, eða sem samsvarar tæpum 660 þúsund krónum, og bannaði henni að koma þangað aftur. 23.4.2008 10:54
This is My Life sýnt í ríkissjónvarpinu í Kúvæt „Ég var niðri í skóla að lesa fyrir lokaritgerðina mína þegar ég fékk símtal frá vinafólki mínu í Kúvæt,“ segir Draupnir Rúnar Draupnisson, aðalleikarinn í myndbandi Eurobandsins við This is My Life. Vinafólkið var að horfa á tónlistarþátt í ríkissjónvarpi landsins, þegar kynnt var til leiks flott Evróvisjónlag - og það frá Íslandi. 23.4.2008 10:22
Gósentíð hjá hnökkunum Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. 23.4.2008 05:00
Barist um réttinn að Lennon myndbandi Myndband, sem sýnir John Lennon reykja maríjúana, semja lög og stinga upp á því að setja LSD í teið hjá Richard Nixon, er viðfangsefni lagadeilu sem tekin verður fyrir hjá dómara í Boston í byrjun næstu viku. 22.4.2008 21:26
Lífstílsgúru í latexgalla Næringarfræðingurinn og heilsugúrúið Gillian McKeith hefur margra ára þjálfun í því að segja fólki fyrir verkum. Það var því löngu tímabært að hún klæddi sig í samræmi við það. 22.4.2008 17:09
Dugguholufólkið vinnur til verðlauna Kvikmyndin Duggholufólkið í leikstjórn Ara Kristinssonar vann aðalverðlaunin í flokki kvikmynda fyrir börn á aldrinum 8 - 10 ára á Sprockets kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina. Veitt voru aðalverðlaun fyrir bestu mynd fyrir aldurshópinn 8-10 ára annars vegar og hins vegar aldurinn 11-12 ára auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir bestu stuttmyndina. 22.4.2008 16:30
Pétur Þór knúsaður eftir uppboðið „Maður fór eiginlega bara í köku. Ég var afar þakklátur og hrærður," segir Pétur Þór Gunnarsson eigandi Gallerís Borgar, sem stóð um helgina fyrir fyrsta uppboði gallerísins í tíu ár á Hilton hóteli. Pétur stóð í málaferlum í tæp níu ár í Stóra málverkarfölsunarmálinu svokallaða, þar sem honum var gefið að sök að hafa falsað eða vísvitandi selt verk sem hann vissi að væru fölsuð. Hann hélt ávallt fram sakleysi sínu, og var að lokum sýknaður í Hæstarétti. 22.4.2008 15:58
Gagnrýnandi slátrar This is My Life Gagnrýnendur vefsíðunnar Hecklerspray.com þræða sig nú í gegnum lögin í Evróvisjónkeppninni þetta árið og reikna út líkur þeirra á sigri. Framlag Íslands, This is My Life, fær ekki góða útreið. 22.4.2008 13:55