Lífið

Bjór á bensínverði: 750 lítrar á tveimur tímum

Arnar Þór Gíslason.
Arnar Þór Gíslason.

Enski barinn við Austurvöll seldi bjórinn á bensínverði í dag eða á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Gíslasin eigandi pöbbsins segir tiltækið hafa gengið framar vonum en með þessu vidli hann sýna vörubílstjórum stuðning í verki. 25 bjórkútar, eða 750 lítrar, seldust á tveimur tímum.

„Það var alveg stappað hjá okkur," segir Arnar Þór. „Þetta var frábært, allir trukkagaurarnir og voru bara inni í bjór hjá okkur í stað þess að standa í einhverjum átökum. Sturla Jónsson talsmaður þeirra kíkti við og það var vel tekið á móti honum."

Aðspurður hvort framhald verði á þessu segist Arnar Þór ekki vilja útiloka neitt. „Þetta kom gríðarlega vel út. Við græddum reyndar ekki mikið en með þessu sýnum við þessum strákum stuðning okkar. Þetta voru að minnsta kosti friðsamlegustu mótmælin til þessa."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.