Lífið

Glímukvendi lamdi eiginmanninn í brúðkaupsferðinni

Það getur verið slæmt að taka vinnuna með sér heim. Þetta ætti American Gladiator stjarnan Erin Toughill að kannast við. Fyrrverandi eiginmaður hennar sótti um nálgunarbann gegn henni í síðustu viku, og segir hana hafa lamið sig í klessu í brúðkaupsferðinni.

Samkvæmt eiginmanninum, Clark Bevans, var Erin afbrýðissöm með eindæmum. Hún barði hann í fjölda skipta, kallaði hann barnaníðing, geðsjúkling og homma, og braut rúðuna á bíl hans. Þá segir Clark að eiginkonan hafi líka buffað einkaþjálfara sem hann átti í sambandi við fyrir fjölda ára.

Dómstóll veitti Clark nálgunarbannið, en talsmenn glímukvendisins segja ekkert hæft í ásökununum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.