Lífið

Selja bjór á bensínverði

Mótmæli vörubílstjóra hafa líklega ekki farið framhjá mannsbarni í dag. Öllu friðsamlegri mótmæli fara fram á Enska barnum við Austurvöll milli fimm og sjö á morgun. Þar verður bjórinn seldur á sama verði og bensín - á um 160 krónur lítrinn. Arnar Þór Jónsson eigandi barsins segir jafnvel hugsanlegt fólk sem mætir með dælulykil fái tveggja króna afslátt.

„Eftir erfiðan dag í dag vildum við sýna fram á að það er hægt að hafa þetta skemmtilegt og fá fólk með sér," segir Arnar um mótmælin. Hann segist hafa verið í sambandi við vörubílstjóra, sem ætli að mæta á morgun og reyna að finna sér stæði í miðbænum.

Arnar vill með gjöfningnum minna fólk á að halda áfram að mótmæla bensínverðinu. Hann hvetur alla til að mæta og fá sér einn kaldan eða kaffibolla. Þetta verður þó líklega eini dagur ársins sem kaffið er dýrara en ölið, en bollinn kostar 250 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.