Lífið

Verður erfitt að feta í litlu fótspor Valtýs

Henry Birgir Gunnarsson
Henry Birgir Gunnarsson

Henry Birgir Gunnarsson íþróttastjóri Fréttablaðsins stjórnar útvarpsþætti á X-inu 977 milli kl. 12 og 13 alla virka frá og með 2. maí. Þátturinn, sem enn hefur ekkert nafn fengið, verður tileinkaður íþróttum.

Henry Birgir er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og mun eflaust nýta útvarpsmiðilinn vel til að koma þeim á framfæri auk þess að fá til sín góða gesti sem kunna á íþróttum skil. Henry Birgir ritstýrir áfram íþróttafréttum á Fréttablaðinu og heldur áfram að blogga á visir.is.

Henry mun á næstu dögum auglýsa efir nafni á þáttinn meðal lesenda sinna á blogginu.

Valtýr Björn Valtýsson lætur af störfum hjá 365 miðlum og færir sig yfir til íþróttadeildar RÚV.

Aðspurður svarar Henry að erfitt verði að feta í fótspor Valtýs Björns sem hefur notið gríðarlegra vinsælda í útvarpi. „Það verður mjög erfitt að feta í fótspor Valtýs enda eru fótsporin hans mjög lítil," segir Henry sem er handviss um að þetta verði besti íþróttaþáttur í útvarpssögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.