Lífið

Lífstílsgúru í latexgalla

Gillian í búningnum góða.
Gillian í búningnum góða.
Næringarfræðingurinn og heilsugúrúið Gillian McKeith hefur margra ára þjálfun í því að segja fólki fyrir verkum. Það var því löngu tímabært að hún klæddi sig í samræmi við það.

Gillian er þessa dagana að kynna nýja bók sína, „The complete A-Z guide of healthy life". Hún brá sér af því tilefni í latexgalla og háa hæla og styllti sér upp í myndatöku fyrir Closer tímaritið með svipu í hönd.

„Mér finnst ég svo óþekk með svipuna í hendinni. Mér fannst ég strax hafa stjórn á umhverfinu - og ég hlakka til að píska fólk í form!," sagði Gillian í viðtali við blaðið.

Hún bætti því við að eiginmaður hennar hefði verið afar hrifinn af búningnum, og beðið hana endilega að koma í honum heim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.