Lífið

Dugguholufólkið vinnur til verðlauna

Kvikmyndin Duggholufólkið í leikstjórn Ara Kristinssonar vann aðalverðlaunin í flokki kvikmynda fyrir börn á aldrinum 8 - 10 ára á Sprockets kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina. Veitt voru aðalverðlaun fyrir bestu mynd fyrir aldurshópinn 8-10 ára annars vegar og hins vegar aldurinn 11-12 ára auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir bestu stuttmyndina.

Sprockets kvikmyndahátíðin var haldin dagana 12. - 18. apríl s.l., en hún er ein virtasta barnamyndahátíð í heimi. Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að verðlaunin muni án efa auka hróður myndarinnar enn frekar, en henni hefur verið boðið á fjölda kvikmyndahátíða og er Duggholufólkið til að mynda opnunarmynd barnamyndahátíðarinnar í Kristiansand sem hefst í dag, 21. apríl.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.