Lífið

Amy ávítt fyrir að skalla mann

Breska söngkona Amy Winehouse var í morgun ávítt af lögreglu fyrir að hafa skallað mann fyrir utan skemmtistað í Lundúnum aðfararnótt miðvikudags. Winehouse kom sjálfviljug til yfirheyrslu hjá lögreglu í gær vegna málsins.

Hún var samvinnuþýð og baðst afsökunar að sögn lögreglu. Winehouse er ekki síður þekkt fyrir eiturlyfjaneyslu og umdeilda hegðun en söng sinn og hefur áður komist í kast við lögin. Hún er þessa dagana að semja titillag nýjustu James Bond myndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.