Lífið

Barist um réttinn að Lennon myndbandi

Myndband, sem sýnir John Lennon reykja maríjúana, semja lög og stinga upp á því að setja LSD í teið hjá Richard Nixon, er viðfangsefni lagadeilu sem tekin verður fyrir hjá dómara í Boston í byrjun næstu viku.

Þeir sem deila eru Yoko Ona, ekkja Lennons, og fyrirtækið World Wide Video, sem er eigandi myndbandsins sem er níu tíma langt. Það var tekið fáeinum vikum áður en Bítlarnir lögðu upp laupanna árið 1970.

World Wide Video vill nota efnið í heimildarmynd sem ber nafnið Þrír dagar í lífi en myndin á að fjalla um Lennon á einu af hans erfiðustu tímabilum.

Fyrirtækið greiddi meira ein eina milljón dollara fyrir myndbandið og var nærri því búið að frumsýna það í fyrra en hætti við á síðustu stundu eftir að Yoko Ono lagði fram lögbannskröfu. Ono segist eiga höfundarréttinn af myndbandinu.

World Wide Video hafnar því og segist hafa keypt höfundarréttinn af þeim sem gerði myndbandið, Anthony Cox. Cox er fyrrum eiginmaður Ono en þau voru gift áður en Ono tók sama við Lennon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.