Lífið

Gagnrýnandi slátrar This is My Life

Gagnrýnendur vefsíðunnar Hecklerspray.com þræða sig nú í gegnum lögin í Evróvisjónkeppninni þetta árið og reikna út líkur þeirra á sigri. Framlag Íslands, This is My Life, fær ekki góða útreið.

Eitthvað virðist nafn Eurobandsins reyndar flækjast fyrir þeim sem skrifar, en það er samt einmitt það fyrsta sem hann kvartar yfir. „Ok, til að byrja með - Eurobandio. Eurobandio. Hvað í fjandanum voruð þið að spá, Eurobandio?" skrifar Stuart Heritage „Með þetta nafn er það eina sem fólk myndi kjósa ykkur til að fá eitraða sprautu í hálsinn."

Stuart heldur pirringskastinu áfram, og færir sig yfir í nafn lagsins, sem fer að minnsta kosti jafn mikið í taugarnar á honum. „This is My Life? Í alvöru? Hverjum er ekki andsk. sama hvernig líf ykkar er?," segir Stuart og bætir við að lagið hljómi helst eins og biðtónlist á samkynhneigðri spjalllínu.

Laginu virðast þó ekki allar bjargir bannaðar, en Stuart reiknar líkur þess á sigri 33/1. Betri líkur sumsagt en hjá 25 af þeim 43 löndum sem taka þátt.

Færsluna má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.