Lífið

Íslensk stuttmynd á Cannes

Smáfuglar, mynd Rúnars Rúnarssonar, keppir um Gullpálmann fyrir stuttmyndir á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Á heimasíðu framleiðslufyrirtækisins Zik Zak segir að einungis níu af þeim fimm þúsund myndum sem skoðaðar voru hafi komist í keppnina.

Myndin gerist eina bjarta sumarnótt, og fylgir eftir hópi unglinga. Aðalsögupersónan er feiminn strákur sem er skotinn í vinkonu félaga síns.

Rúnar er þaulvanur alþjóðlegri viðurkenningu á verkum sínum. Smáfuglar er seinni myndin í trílógiu eftir Rúnar, sem hófst á Síðasta bænum í dalnum, sem var einmitt tilnefnd til Óskarsverðlauna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.