Lífið

This is My Life sýnt í ríkissjónvarpinu í Kúvæt

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Myndbandið þykir þrælvel heppnað.
Myndbandið þykir þrælvel heppnað.
„Ég var niðri í skóla að lesa fyrir lokaritgerðina mína þegar ég fékk símtal frá vinafólki mínu í Kúvæt," segir Draupnir Rúnar Draupnisson, aðalleikarinn í myndbandi Eurobandsins við This is My Life. Vinafólkið var að horfa á tónlistarþátt í ríkissjónvarpi landsins, þegar kynnt var til leiks flott Evróvisjónlag - og það frá Íslandi.

Draupnir segist fyrirfram ekki hafa haldið að Kúvæt væri landa líklegast til að sýna laginu áhuga. Það ætti þó ekki að koma neinum á óvart að slúðurkóngurinn Perez Hilton hafi fallið fyrir því. Hann bloggaði í gær um myndbandið, sem hann lýsir sem „Homolicious".

Fjöldi manns hefur ritað ummæli við færsluna, og líkja margir Draupni við Perez sjálfan. Það er óneitanlega nokkur svipur með þeim Draupni og Perez, en Draupnir segist ekki hafa heyrt þá samlíkingu áður. „Nei, ég hef reyndar aldrei heyrt það áður. Annars hef ég ekkert verið að pæla í þessu. Ég er bara á bólakafi að reyna að klára ritgerðina mína," segir Draupnir, sem situr sveittur við það að reyna að skila inn lokaritgerðinni sinni í kennaraháskólanum í kvöld.

Aðspurður hvort hann búist við heimsfrægð í kjölfar vinsælda myndbandsins segir Draupnir ekki svo vera. „Ég efast um það, en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ef mér býðst eitthvað skoða ég það að sjálfsögðu með opnum hug."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.