Lífið

Tuskunaut rústar hendi tannlæknis

Tannlæknir í Chicago hefur kært lukkudýr körfuboltaliðsins Chicago Bulls fyrir líkamsáras. Tannsinn segir að hann hafi ætlað að gefa lukkudýrinu, nautinu Benny, „high-five", en það hafi í staðinn gripið þéttingsfast í hendina á sér. Hægri höndin hafi bognað illa og vöðvar í upphandlegg rifnað.

Hann fer fram á skaðabætur frá nautinu, eða til vara frá vinnuveitendum þess. Benny, eða maðurinn inni í búningnum öllu heldur, var samkvæmt heimildum TMZ handtekinn árið 2006 fyrir að ráðast á lögreglumann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.