Lífið

Alvarlegt slys við tökur á Bond

Áhættuleikari slasaðist alvarlega í gær við tökur á nýju Bond myndinni, Quantum of Solace. Hann lenti í árekstri við annað áhættuleikara, þegar mennirnir voru að taka upp bíleltingarleik á hlykkjóttum vegi við Garda vatn á Ítalíu.

Talsmaður bæjaryfirvalda í Limone sul Garda á Ítalíu, þar sem tökurnar fara fram, sagði að maðurinn hefði hlotið mikla höfuðáverka og gengist undir aðgerð vegna þeirra. Hinn leikarinn hefði slastast minna.

Þetta er annað slysið á skömmum tíma við töku myndarinnar. Á laugardag fór Aston Martin bíll út af veginum og steyptist niður í Garda vatn. Ökumaður þess bíls slasaðist lítillega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.