Fleiri fréttir

Bubbi vill fá borgað í evrum

„Ég og umboðsmaður minn erum að leggja drög að því að mér verði borgað í evrum þar sem því verður komið við," segir Bubbi Morthens. „Ég hef ekki lengur trú á krónunni. Hún er ónýtur gjaldmiðill, og mun setja þúsundir manna á hausinn á næstu misserum á Íslandi. " segir Bubbi, sem vandar gjaldmiðlinum ekki kveðjurnar. „Krónan heldur þjóðinni í gíslingu."

Eurobandið borgar kynningu úr eigin vasa

„Keppnin er orðin svo breytt. Hér áður fyrr heyrði maður lögin bara einu sinni á úrslitakvöldinu, en núna er fólk búið að heyra lögin oft áður," segir Friðrik Ómar, söngvari í Eurobandinu. Hann segir það skipta miklu máli að spila sem víðast og kynna lagið fyrir keppnina.

Spilaði með kanadíska landsliðinu í handbolta

„Á námsárum mínum í Kanada lék ég með kanadíska landsliðinu í handbolta í nokkur ár. Við vorum á leiðinni á Ólympíleikana í Moskvu þegar ákveðið var að mótmæla yfirgangi Rússa gegnvart grannþjóð,“ skrifar Jónína Benediktsdóttir á bloggsíðu sína.

Breskir fjölmiðlar sitja um Garðar Cortes

„Það má segja að við komumst ekki áfram með upptökurnar vegna ágangs fjölmiðla!," segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands. Sunday Times heimsótti Garðar Cortes í hljóðver í dag, þar sem hann er að ljúka vinnslu á næstu plötu sinni. Breskir fjölmiðlar eru greinilega hrifnir af tenórnum sjarmerandi, en NOW tímaritið heimsækir Garðar á miðvikudaginn, og á fimmtudag verður birt stórt viðtal við hann í Daily Telegraph.

Engin líkamsáras, bíllinn heill, en hljóðkerfið ekki

Öllum að óvörum lifðu allir meðlimir Dalton, óheppnustu hljómsveitar landsins, af eins árs afmælistónleika sveitarinnar á Players á föstudaginn. „Við komumst uppeftir, og bíllinn bilaði ekki," segir Böðvar Rafn Reynisson söngvari sveitarinnar, en bætir við að gamanið hafi kárnað þegar á staðinn var komið. „Í fyrsta laginu sló öllu hljóðkerfinu út," segir Böðar. Korter tók að finna út hvað hefði klikkað, en það reyndist vera bilað fjöltengi. Því var kippt í lag, en þá datt mónitorkerfið líka út.

Clinton stolt af því vera skyld Angelinu

Forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton er í skýjunum yfir þeim fregnum að hún sé mögulega fjarskyldur ættingi Angelinu Jolie og Madonnu, eins og ættfræðingar vestanhafs reiknuðu út á dögunum.

Britney snýr aftur á skjáinn

Poppprinsessan Britney Spears mun leika í öðrum þætti af How I Met Your Mother. Í þætti sem sýndur var í lok mars lék Spears móttökuritara hjá húðsjúkdómalækni og hlaut fádæma lof fyrir frammistöðu sína. Samkvæmt heimildum People tímaritsins stendur nú til að endurtaka leikinn, enda voru bæði Britney og framleiðendur hæstánægðir með samstarfið.

Justin huggar Cameron

Þeir Justin Timberlake og John Mayer voru báðir viðstaddir minningarathöfn sem fjölskylda Cameron Diaz hélt fyrir föður hennar í gær.

Sandra Bullock slapp ómeidd úr hörðum árekstri

Kvikmyndaleikkonan Sandra Bullock og eiginmaður hennar, mótorhjólatöffarinn Jesse James, sluppu ómeidd úr hörðum árekstri í gærkvöldi. Hjónakornin voru að snúa heim af tökustað kvikmyndar sem Bullock leikur í þegar Subaru bíll fór yfir á vitlausan vegarhelming og keyrði á fullri ferð framan á jeppann sem parið var í.

Bond-bíllinn á bólakaf í Gardavatn

James Bond, njósnari hennar hátignar, mun að sjálfsögðu aka um á forláta Aston Martin í nýjustu Bond myndinni, Quantum of Solace. Litlu mátti muna að illa færi þegar áhættu ökumaður myndarinnar var að ferja græjuna á tökustað við Gardavatn á Ítalíu í vikunni.

Prescott þjáðist af lotugræðgi

Fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Bretlands viðurkennir að hafa þjást af lotugræðgi í nærri tvo áratugi. Hann þorði ekki að viðurkenna sjúkdóminn þar sem hann er einkum tengdur við konur.

Prinsinn fljúgandi lenti í garðinum hjá kærustunni

Vilhjálmur Bretaprins hefur valdið ólgu í heimalandi sínu að undanförnu. Hann fékk nýlega þyrluflugréttindi enda er hann í breska flughernum. Fjölmiðlar á Englandi fara þó mikinn þessa dagana og segja Vilhjálm nota þyrlur breska hersins eins og um leigubíla sé að ræða. Í gær tók hann sig til og lenti risastórri Chinook þyrlu í bakgarðinum hjá kærustu sinni, Kate Middleton. Og í síðustu viku skutlaðist hann á annari Chinook þyrlu í steggjapartí frænda síns sem haldið var á eyjunni Wight á Ermarsundi. Raunar tók hann á sig krók til að sækja litla bróðurinn Harry sem staddur var á herstöð fyrir utan London.

Vill ekki að pabbi sinn tali við fjölmiðila

Glamúrpían og leikkonan Lindsay Lohan er síður en svo ánægð með föður sinn þessa dagana. Henni finnst óþægilegt þegar hann ræðir við fjölmiðla og segir það koma illa út fyrir sig.

Foxy sleppt úr fangelsi

Rappdívunni Foxy Brown var sleppt úr fangelsi í gær eftir að hafa afplánað átta mánuði af eins árs dómi sínum fyrir að ráðast á tvo naglasnyrta vegna óánægju með þjónustu þeirra.

Akon laug til um fangelsisvist

Rapparinn Akon skáldaði upp glæpaferil og fangelsisvist til að ganga í augun á aðdáendum sínum. Akon hefur lengi haldið því fram að hann hafi setið í fangelsi í fjögur ár fyrir bílaþjófnað og samið þar slagara á borð við ,,Locked Up”. Þá hafi hann eitt sinn átt yfir höfði sér 75 ára fangelsisdóm fyrir að stýra glæpagengi.

Fréttamaður CNN tekinn með dóp

Hinn eiturhressi Richard Quest, sem fjallar um viðskiptaferðalög á CNN sjónvarpsstöðinni var tekinn fastur í fyrrinótt og ákærður fyrir að hafa fíkniefni undir höndum.

Stútur keyrði á Söndru Bullock

Ölvaður ökumaður keyrði í gær á Söndru Bullock og eiginmann hennar, Jesse James. Að sögn lögreglu voru hjónin á leið heim á hótel sitt í Gloucester nálægt Boston rétt undir miðnætti, þegar grár Subaru skutbíll sveigði í veg fyrir þau og skall á framenda bíls þeirra. Ökumaðurinn var sauðölvuð kona á sjötugsaldri, en hún mældist með vel rúmlega tvöfalt leyfilegt magn áfengis í blóði. Engann sakaði, en konan var kærð fyrir ölvunarakstur og glæfralegt ökulag

Ég er kærasta Ivica Kostelic!

Elín Arnarsdóttir byrjaði með króatískum skíðamanni fyrir tveimur árum. Sá heitir Ivica Kostelic og er nokkuð þekktur í heimalandi sínu. Undanfarin tvö ár hafa hinsvegar birst myndir af Margréti Elínu Arnarsdóttur flugfreyju og flugnema í króatískum miðlum. Elínu þykir leiðinlegt að valda hálf nöfnu sinni þessum vandræðum.

Lít á þetta sem styrk fyrir mig sem listamann

Það var hinn 18 ára gamli Eyþór Ingi Gunnlaugsson frá Dalvík sem hreppti söngvarastöðuna í Bandinu hans Bubba í gærkvöldi. Í lokaþættinum sigraði hann Arnar Már Friðriksson eftir harða keppni. Eyþór fékk einnig þrjár milljónir króna í verðlaunfé.

Busey borgar ekki leigu

Svo gæti farið að leikarinn Gary Busey yrði fljótt heimilislaus. Samkvæmt slúðurkónginum í Hollywood, Perez Hilton, borgar leikarinn ekki leigu og hefur verið hent útaf heimili sínu í Malibu í Kaliforníu.

55 þúsund manns kusu í Bandinu hans Bubba

Alls kusu um 55 þúsund manns í símakosningu í úrslitaþættinum á Bandinu hans Bubba í gærkvöld að sögn Pálma Guðmundssonar, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2.

Eiga báðir framtíðina fyrir sér

„Þeir eru meira en efnilegir báðir tveir, þeir eru bara góðir," segir Eiríkur Hauksson yfirrokkari, sem verður gestadómari í úrslitaþætti Bandsins hans Bubba í kvöld. Hann var staddur á æfingu fyrir þáttinn þegar Vísir náði tali af honum, og sagði það hafa komið sér óvart hve góðir þeir Arnar og Eyþór væru. „Ég hef ekki séð neinn af þessum þáttum og renndi því blint í þetta," segir Eiríkur.

Íslenskir dópistar reiðir yfir okri

Ábendingunum rignir yfir Okursíðu Dr. Gunna þessa dagana, enda kreppan og gengishrunið á allra vörum. Flestar eru ábendingarnar um nauðsynjavörur og hversdagslega hluti. Hvað flokkast undir nauðsynjavörur er svo misjafnt eftir mönnum.

Fyrsta plata Júróbandsins á leiðinni

Fyrsta plata Júróbandsins mun líta dagsins ljós innan skamms. „Við klárum að taka hana um helgina. Hún fer í masteringu á mánudaginn,“ segir Friðrik Ómar Júróvisjónfari.

Damien Rice bætist á tónleikadagskrá sumarsins

„Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði Eystri verður haldin helgina 25. - 27. júlí í sumar. Þetta verður í fjórða sinn sem hátíðin verður haldin en undanfarin ár hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir, Lay Low, Aldís og Jónas Sigurðsson,“ þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar.

Barnapía borgarfulltrúa vill launin í Evrum

„Okkur fannst barnapían alveg vera með puttann á púlsinum þarna," segir Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi og rithöfundur. Hún og unnusti hennar, Hallgrímur Helgason, voru að ræða kaup og kjör við sextán ára barnapíu sína eitt kvöldið þegar gengi krónunnar bar á góma.

Símkerfi 365 rauðglóandi vegna Blaðberans

Viðtökur við endurvinnsluátaki Fréttablaðsins sem hófst í gær hafa verið framan vonum. Í gær hófst dreifing á Blaðaberanum sem er sérstaklega hönnuð taska sem auðveldar söfnun dagblaða og er hentug til að grípa með sér að næsta endurvinnslugámi.

Hjónaband Amy í molum

Hjónaband Amy Winehouse og Blake Fielder-Civils hangir á bláþræði eftir að hún hefur ítrekað sleppt heimsóknum til hans í fangelsið. Samkvæmt heimildum Sun tók steininn úr þegar poppdrottningin mætti ekki í heimsókn á 26 ára afmælisdag eiginmannsins.

Rambó ræðst á sjálfsala

Sylvester Stallone er alvanur að berja á þungvopnuðum illmennum, en nýjasta fórnarlamb hans átti erfiðara með að svara fyrir sig. Stallone situr nú í kviðdómi, og það var sjálfsali í dómshúsi í Los Angeles sem fékk að finna fyrir reiði Rambó.

Patrick Swayze í bráðaaðgerð

Leikarinn Patrick Swayze var lagður í skyndi á sjúkrahús á dögunum. Swayze þjáist af krabbameini í brisi, en samkvæmt yfirlýsingum lækna hans gengur meðferð á því vel. Annað er að heyra á heimildamönnum National Enquirer, sem segja að nýleg skoðun á brisinu hafi leitt í ljós að meinið hefði breiðst út í magann. Því var gerð bráðaaðgerð þar sem hluti magans var fjarlægður.

Liz Hurley sögð ólétt

Það er vinsælt sport hjá slúðurpressunni að velta óléttubumbum fyrir sér. Nýjasta viðfangsefnið í þeirri íþrótt er Liz Hurley. Life and Style greinir frá því að á góðgerðarsamkomu í síðustu viku hafi Elton John vinur hennar klappað henni á magann og brosti blíðlega. Hann kyssti hana og faðmaði og óskaði eiginmannini hennar svo til hamingju. Samkvæmt heimildamanni blaðsins var Liz klædd í þykkan Sari til að fela bumbuna, og snerti ekki áfengi.

Dauðsfall í Sex and the City

Ein persónanna í Sex and the City deyr í væntanlegri kvikmyndaútgáfu þáttanna. Leikkonan Cynthia Nixon missti þetta út úr sér í spjallþætti á dögunum, en þverneitaði að upplýsa hver það væri.

Þekkt nöfn á FM-hátíð

Gus Gus, Sprengjuhöllin, Bloodgroup, Merzedes Club, Ný dönsk, Haffi Haff og Páll Óskar koma fram á Hlustendaverðlaunum FM 957 sem verða haldin í tíunda sinn í Háskólabíói 3. maí. Einnig koma óvæntir tónleikagestir fram á hátíðinni.

Eddie Murphy með nýja í takinu

Á einungis tveimur árum hefur Eddie Murphy tekist að barna eina konu og giftast og skilja við aðra. Nú er hann kominn með enn eina dömu upp á arminn. Nýja ástin í lífi stórleikarans heitir Lara LaRue og er 25 ára gömul.

Mannaveiðar enn vinsælasta sjónvarpsefnið

Um 30,5% Íslendinga á aldrinum 12-49 ára, horfðu á Mannaveiðar í Ríkissjónvarpinu í síðustu viku. Þátturinn var lang vinsælasta sjónvarpsefnið þá vikuna. Litlu færri, eða 30,1%, horfðu á Spaugstofuna.

Dr Spock hefja upptökur á næstu plötu

Sjóararokkararnir í Dr Spock eru að tína saman hljóðfærin og ætla í stúdíó í kvöld að taka upp næstu plöta sína. Og það með hraði. Óttar Proppé, forsprakki sveitarinnar, segir upptökurnar standa fram á næstu helgi, en skífan mun líta dagsins ljós í sumar. „Það er engin ástæða til að hanga yfir þessu lengur en þörf er á."

10 þúsund horfðu á Eurobandið á þremur klukkutímum

Myndband Eurobandsins sem frumsýnt var í hádeginu í dag mun vera fyrsta myndbandið sem er frumflutt í farsíma. Hægt er að horfa á myndbandið í öllum Nova símum þannig að í raun er um að ræða heimsfrumsýningu.

Bubbi spáir keppanda í bandinu landsfrægð

Úrslitin ráðast í Bandinu hans Bubba annað kvöld, og er óhætt að segja að spennan sé farin að magnast. Þeir Arnar Már og Eyþór keppa um plássið í bandinu og þrjár milljónir í verðlaunafé, en ef marka má Bubba sjálfan þarf sá sem tapar ekki að örvænta.

Tom og Katie slást um Suri

Katie Holmes er að brotna undan álaginu sem fylgir hjónabandi hennar og Toms Cruise. Hún hefur því ákveðið flytja til New York með Suri litlu, en Tom er víst ekki allskostar ánægður með það.

Varaþingmaður varð kjaftstopp í fyrsta skipti á ævinni

Guðný Hrund Karlsdóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar hélt sína fyrstu ræðu í þinginu í gær. Hún vill þó frekar tala um ræðuleysi því hún varð alveg kjafstopp í umræðum um niðurstöður vorralls Hafrannsóknarstofnunnar.

Fréttablaðið dreifir blaðberum sem safna blöðum

Blaðberar standa ekki einungis í því að dreifa blöðum því nú er þeim ætlað að safna þeim saman líka. Fréttablaðið hóf í dag að afhenda fyrstu eintökin af endurvinnslutösku sem kallast Blaðberinn. Töskunni er ætlað að safna gömlum dagblöðum og auðvelda þannig fólki að fara með þau í endurvinnsluna. 30.000 töskum verður dreift um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir