Lífið

Íslenskur veitingastaður í London fær dúndurgagnrýni

Agnar Sverrisson og Xavier Rousset.
Agnar Sverrisson og Xavier Rousset. MYND/texture-restaurant.co.uk


Veitingahúsið Texture í London, sem er í eigu kokksins Agnars Sverrissonar og franska vínþjónsins Xavier Rousset, hlaut á dögunum einróma lof gagnrýnanda Daily Telegraph.

Gagnrýnandinn fer hamförum af ánægju yfir frumlegu snarli fyrir máltíðina, þar á meðal afar frumlegu beikon-poppi og ristuðu þorskroði. Ekki líst honum verr á aðalréttina. Trufflu og jerúsalemætiþistlasúpu með „confit" eggi segir hann guðdómlega, og finnst hún eiga fullt erindi sem síðasta máltíð fanga á dauðadeild.

Þeir Agnar og Xavier kynntust þegar þeir unnu á tveggja Michelin sjörnu veitingastaðnum La Manoir Aux Quat' Saisons, og stofnuðu Texture í september í fyrra. Þrátt fyrir að vera einungis nokkurra mánaða gamall hefur veitingastaðurinn hlotið fjölda viðurkenninga, meðal annars verið kjörinn besti nýji veitingastaðurinn í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.