Lífið

Seldist nærri upp á Clapton á hálftíma

Eric Clapton
Eric Clapton

Miðasala á tónleika Eric Clapton í Egilshöllinn hófst klukkan 10:00 í morgun. Klukkan hálf ellefu var búið að selja um átta þúsund miða. Raðir mynduðust fyrir utan afgreiðslustaði. Miðarnir klárast í hádeginu.

Clapton verður með tónleikana þann 8.ágúst og á fyrsta hálftímanum var búið að selja langleiðina upp á tónleikana. Mikið af fólki kaupir miða á netinu, www.midi.is, en í fyrsta skipti í langan tíma mynduðust raðir fyrir utan afgreiðslustaði.

Að sögn Kára Sturlusonar tónleikahaldara á að selja rétt rúmlega tíu þúsund miða á tónleikana. „Miðað við aldur og fyrri störf má því gera ráð fyrir að miðarnir seljist upp í hádeginu."

Hægt er að nálgast miða á www.midi.is og í verslunum Skífunnar og BT.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.