Lífið

Serbíutónleikum Bjarkar var ekki aflýst

Tónleikum Bjarkar á EXIT tónlistarhátíðarinni í Serbíu var ekki aflýst í kjölfar þess að hún hvatti Kosovó til að lýsa yfir sjálfstæði á tónleikum í Tokyo í febrúar. Þetta segir í yfirlýsingu sem tónleikahaldarar sendu Iceland Review.

„Þessar sögusagnir eru furðulegar og alls ósannar. EXIT hátíðin hefur aldrei aflýst tónleikum með listamanni vegna pólitískra skoðana þeirra og yfirlýsinga," segir Bojan Boskovic, forsvarsmaður hátíðarinnar í yfirlýsingunni. Hann segir einnig að ekki sé búið að tilkynna hvaða listamenn spila á hátíðinni þetta árið, en það verði gert innan skamms.

Að sögn hans var EXIT hátíðin fyrsti vettvangurinn þar sem fólk frá öllum fyrrum Júgóslavíulýðveldunum kom saman eftir borgarastríðið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.