Lífið

Júróbandið æfir Hey hey hey we say ho ho ho

Júróbandið undirbýr Serbíuför sína af miklum móð, og ætlar sér stóra hluti ytra. „Við ætlum upp úr þessum riðli,"segir Friðrik Ómar Evróvisjónfari, og bætir við að það hafi alltaf verið markmið Júróbandsins að taka þátt í Evróvisjón og sigra.

Friðrik er ánægður með lagið, og segir það skera sig úr því sem hann hefur heyrt af framlögum hinna landanna. Honum finnst líklegt að fólk sé að verða þreytt á grínatriðunum, en í fyrri riðlinum er meðal annars að finna syngjandi írskan kalkún og sjóræningjahóp frá Lettlandi.

Stífar æfingar og líkamsræktarpuð er meðal þess sem bíður bandsins næstu vikurnar, en Friðrik segir það skipta miklu að vera í sínu besta formi þegar stigið er á svið í Belgrad. „Þegar mörg hundruð milljónir eru að horfa á mann vill maður vera upp á sitt besta," segir Friðrik. Fyrir fólk eins og okkur sem finnst matur góður þá er þetta fín gulrót."

Dagleg störf halda þó áfram hjá Júróbandinu, sem uppfærir nú prógrammið sitt með lögunum úr forkeppninni. Meðal þess sem þau æfa nú er hið smellna lag Mercedez Club, Hey hey hey we say ho ho ho.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.