Lífið

Sagði krafta aflraunamanna ótrúlega

Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, var meðal þúsunda manna sem komu saman til þess að fylgjast með aflraunamönnum á Arnold Scwarzenegger Classic mótinu í Columbus í Ohio um helgina.

Hjalti Úrsús Árnason náði tali af vaxtarræktarkappanum fyrrverandi sem sagði keppendur sýna ótrúlega krafta. Hjalti var að fylgja eftir Benedikt Magnússyni á mótinu en hann gerði sér lítið fyrir og lyfti hálfu tonni af dekkjum í einni lyftu. Þáttur um mótið verður sýndur á Sýn á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.