Lífið

Dr Spock rokka úr sér glimmerið og spila í Kanada

Ofurrokkararnir í Dr Spock munu í sumar gleðja Kanadamenn með ljúfum tónum sínum, en sveitin mun spila á tónlistahátíðinni North by Northeast í Toronto í júní.

„Það er búið að taka þetta úr Eurovision-stillingunni," segir Óttar Proppé, söngvari Dr Spock. „Við erum bara búnir að vera niðri í kjallara að reyna að rokka úr okkur glimmerið"

Óður Doktorsins til sjómanna hefur vakið athygli utan landsteinanna. Auk þess að vera boðið að spila í Kanada, sýndu aðilar á Balkanskaganum og í Rússlandi því mikinn áhuga að halda tónleika með sveitinni í kjölfar þáttökunnar í Laugardagslögunum. Óttar segir að viðræður séu enn í gangi um það, en ekkert sé enn staðfest.

Óttar segir að sjómanna-þema sveitarinnar snerti strengi í hjörtum fleiri en íslendinga. „Mönnum finnst einhver dulúð yfir sjómanninum," segir Óttar, og bætir við að ef við séum komin langt frá sjómannarótunum þá séu aðrir komnir enn lengra inn í örbylgjuofninn. Hann þakkar árangurinn í Laugardagslögunum meðal annars stuðningi sjómanna, og segir að frá úrslitunum hafi tattúeraðir sjóarar stöðvað þá út á götu og hrósað þeim.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.