Fleiri fréttir 46 ára nærfatafyrirsæta Agent Provocateur nærfatafyrirtækið er nú ekki þekkt fyrir að fara hefðbundar leiðir í auglýsingum sínum. Þeir gerðu meðal annars sjónvarpsauglýsingu með Kylie Minogue sem var svo svæsin að hún var bönnuð í sjónvarpi, og notuðu Maggie Gyllenhal sem andlit sitt þegar hún var nýbúin að eiga barn. 8.11.2007 15:09 ,,I'll be back" er lífseigasta línan ,,I'll be back" er mest notaða tilvitnunin í bíómynd, sé eitthvað að marka könnun vefsvæðisins myfilms.com. Línuna ódauðlegu sagði Arnold Schwarzenegger, núverandi ríkisstjóri Kaliforníu, í titilhlutverki sínu í Terminator, rétt áður en hann keyrði bíl sínum gegnum vegg lögreglustöðvar. 8.11.2007 14:34 Barði og Eberg semja tónlist fyrir jólahrollvekju Barði Jóhannson er fjölhæfur maður. Það hefur tæpast farið framhjá neinum þegar hann rúllaði upp samkeppninni í Laugardagslögunum með slagaranum Ho ho ho we say hey hey hey, sem gæti mögulega orðið eina sigurstranglega lagið sem Íslendingar hafa nokkru sinni sent í Eurovision. 8.11.2007 14:23 Björn Bjarna týndi töskunni sinni Ferðataska Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, týndist á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrann var á leið til Brussel og þurfti hann að skipta um vél á Kastrup þar sem taskan hvarf. 8.11.2007 12:24 J-Lo viðurkennir óléttuna Jennifer Lopez hefur loks viðurkennt hið augljósa - að hún sé ófrísk. Á tónleikum í Miami í gær sagði hún áhorfendum að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á barni. Þetta kom þeim tæpast á óvart, því sístækkandi bumban Lopez, sem er talin vera komin fjóra mánuði á leið, hafði ekki farið framhjá mörgum. 8.11.2007 11:35 Örvæntingarfullar húsmæður falla fyrst Kjarabarátta handritshöfunda í Hollywood hefur lagt sitt fyrsta fórnarlambið að velli. Framleiðslu á Desperate Housewives var frestað í gær, eftir að handritin kláruðust. 8.11.2007 10:49 Borgarstjóri í beðmálum Michael Bloomberg borgarstjóri New York borgar hefur fengið hlutverk í kvikmyndinni sem gera á eftir sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni eða Sex in the city eins þeir hétu á frummálinu 8.11.2007 08:44 Síldarsjómenn sérfræðingar í boltanum Margir síldveiðisjómenn eru orðnir sérfræðingar í allri heimsins knattspyrnu eftir að hafa stúderð hana sólarhringum saman í vel á annan mánuð. 8.11.2007 07:48 Mamma Britney tekur á sig sökina „Ég kenni sjálfri mér um,“ sagði Lynne Spears, mamma hennar Britney, í viðtali við bandarískt tímarit þar sem ófarir poppgyðjunnar voru til umræðu. „Ég vildi að ég hefði verið meira með henni á tónleikaferðunum, en ég gat það ekki. Ég á fleiri börn sem ég þurfti að hugsa um.“ 7.11.2007 22:38 Vince Vaughn á ekki farsíma Vince Vaughn viðurkenndi á MTV sjónvarpsstöðinni í gær að hann notaði ekki farsíma. ,,Ég á ekki farsíma vegna þess að gamla aðferðin hefur alltaf virkað fyrir mig." sagði hann við kynninn, Damien Farley. ,,Ef þú hringir í mig, þá hringi ég til baka, eins og herramaður" 7.11.2007 13:43 Britney skikkuð til að borga lögfræðikostnað K-Fed Greyið K-Fed er ekki að líta alveg nógu vel út í forræðisdeilu hans og Britney Spears. 7.11.2007 12:26 Allt fyrir ástina í forsölu á tónlist.is Nú gefst notendum Tónlist.is tækifæri á að vera fyrstir til að eignast nýjustu Páls Óskars, Allt fyrir ástina. Platan er komin út á vefsvæðinu, en kemur ekki í verslanir fyrr en föstudaginn 9. nóvember. 7.11.2007 12:14 Kylie Minogue ríður vélnauti á ITV sjónvarpsstöðinni Kylie Minogue hyggst skella sér á bak vélknúins bola, íklædd lífsstykki og netsokkabuxum, við flutning á nýju lagi sínu, Sensitized, á ITV sjónvarpsstöðinni. 7.11.2007 12:02 Bragðgóðir vinir Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var fjallað um geitarækt á Íslandi. Þar var rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir að geitaræktunin sé líkari því að vera með hunda en kindur. Eigi maður hundrað og þrjátíu geitur eigi maður líka hundrað og þrjátíu vini. 7.11.2007 11:15 Aska Yrsu seld til Þýskalands og Póllands Útgáfuréttur á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, sem kemur í verslanir fljótlega, hefur þegar verið seldur til Þýskalands og Póllands. 7.11.2007 10:59 Scarlett elskar að vinna með Hebu Þórisdóttur „Ég má ekkert tjá mig um þessar tvær myndir og er bundin algjörum trúnaði við framleiðendur hennar,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarsérfræðingur í Hollywood, en hún mun sjá um förðun bandarísku stórleikkonunnar Scarlett Johansson í næstu tveimur myndum hennar. 7.11.2007 09:00 Móeiður útskrifast úr guðfræði ,,Ég hafði bara ofsalega gaman af þessu og naut námsins í botn," segir Móeiður Júníusdóttir, en hún útskrifaðist úr BA-námi í guðfræði í lok október. 6.11.2007 17:14 Yfirlýst og fótosjoppað - fegurð að hætti Britney Spears Það er ekkert auðvelt að skilja nákvæmlega hvernig Britney Spears, sem hefur litið allt annað en glæsilega út undanfarið, tókst að vera jafn glæsileg og raun ber vitni á umslagi Blackout, nýjustu plötu hennar. 6.11.2007 16:18 Leyndarmálið bak við lögulegan afturenda Beyoncé Beyoncé Knowles lumar á leynivopni í baráttunni við að halda rassinum stinnum og vel löguðum. Söngkonan, sem er næstum jafn þekkt fyrir lögulegan afturenda og sönghæfileika, gengur í ömmunærbuxum til að halda botnstykkinu í skefjum. Líklega er þetta ekki staðreynd sem hún ætlaði sér að auglýsa, en komst ekki hjá því í æsilegri dansrútínu á tónleikum sínum í Shanghai í vikunni. 6.11.2007 15:36 Nafnlausa hljómsveit með valkvíða vantar aðstoð Ný íslensk hljómsveit, sem illa er haldin af valkvíða, hefur ákveðið að leita til Íslendinga vegna vals á nafni hljómsveitarinnar. Sett hefur verið upp netkosning þar sem Íslendingar hafa möguleika á því að kjósa úr nokkrum valmöguleikum eða koma með sínar eigin hugmyndir. Meðal nafna sem hægt er að velja úr eru bensín, Safír , Fólk er fífl, Allt frekar fyrirsjáanlegt, Dísill og Blöndungur. 6.11.2007 12:46 Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk „Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. 6.11.2007 11:36 Pete Doherty er byrjaður aftur að sprauta sig Klukkustundum eftir að Pete lýsti því yfir á MTV verðlaunahátíðinni að hann væri hamingjusamlega laus við eitrið náðist myndskeið af honum þar sem hann sprautar sig með heróníni. Myndskeiðið er birt á heimasíðu Sun dagblaðsins, en það náðist á farsíma síðastliðinn föstudag, nokkrum klukkustundum eftir að Pete kom heim frá hátíðinni í Þýskalandi. Það sýnir Pete þar sem hann krýpur á gólfinu á heimiliu sínu í Wiltshire. 6.11.2007 11:35 Paul McCartney með giftri konu í Hamptons Paul McCartney virðist nú einbeita sér að því að gleyma vandræðaganginum í kringum skilnað hans og Heather Mills. Dagblaðið the Sun náði myndum af bítlinum fyrrverandi í faðmlögum við gifta konu á Hamptons sumarleyfisstaðnum á Long Island í New York. 6.11.2007 11:04 Banksy staðinn að verki? Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. 6.11.2007 06:00 Bauð fimm hundruð glæpamönnum í veislu hjá Ozzy Osbourne Uppátækjasamur lögregluforingi bauð 500 eftirlýstum glæpamönnum í partý hjá Ozzý Osbourne. 30 þeirra mættu og voru handteknir á staðnum. Ozzy sjálfum finnst hann hinsvegar hafa verið misnotaður. 5.11.2007 17:13 Hamborgarar eru ekkert óhollir Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Hamborgabúllunni, er ekkert ófeiminn við að neyta eigin veitinga. Tommi, sem á að baki áratugareynslu í rekstri hamborgarabúlla, þreytist ekkert á borgurunum. Hann borðar þvert á móti lágmark einn eða tvo á hverjum degi og hlakkar til hvers dags þegar hann getur fengið sér hamborgara. 5.11.2007 15:38 Stella ósátt við Heather Mills Sótt er að hinni einfættu Heather Mills úr öllum áttum. Fyrir helgi skammaði Fergie, hertogaynjan af York hana fyrir umdeilt sjónvarpsviðtal sem hún veitti um daginn. Botninn tók líklega úr núna en Stella McCartney, dóttir Pauls, hefur sett svolítið sérstakan skartgrip á markað. 5.11.2007 15:03 50 Cent er rómantískur inn við beinið Gangsterrapparinn 50 Cent er greinilega ekki harðjaxlinn sem hann lítur út fyrir að vera. Það dugaði ekkert minna en þota til að ferja afmælisgjafirnar til kærustunnar hans á 22ja ára afmæli hennar. 5.11.2007 12:13 Victoria Beckham er brandari Hin yfirlýsingaglaða Lilly Allen réðst í gær á Victoriu Beckham, sem hún segir vera hlægilegan athyglissjúkling. 5.11.2007 11:35 Kylie Minogue aflýsir tónleikaferðalagi vegna heilsuleysis Kylie Minogue hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu af heilsufarsástæðum. Stjarnan ætlaði að hefja tónleikaferðalag um allan heim snemma á næsta ári, en læknar hennar mæltu gegn því. Kylie þurfti að aflýsa ,,Showgirl" tónleikaferðalagi sínu árið 2005, eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. 5.11.2007 11:03 Fimm ára kláðinn drepur hjónabandið Nýgift fólk hefur hingað til getað átt von á sjö árum í sambúð áður en innanmein gera vart við sig og ganga jafnvel af sambandinu dauðu. Nú hafa nýjar rannsóknir leitt í ljós að hættumerkjanna verður vart eftir aðeins fimm ár. 5.11.2007 10:29 Hannes ánægður með hlaupið „Þetta gekk helvíti vel,“ segir Hannes Smárason, en hann lauk New York maraþoni á fjórum klukkustundum og fimmtíu mínútum. Hannes segir að þetta hafi verið sérstaklega skemmtileg upplifun og mikið mannlíf í hlaupinu. 5.11.2007 10:11 Sífellt fleiri Íslendingar viðurkenna kynlífsfíkn sína Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. 5.11.2007 01:00 McCartney vill fullt forræði yfir dóttur sinni Goðsögnin Paul McCartney hyggst sækja um fullt forræði yfir fjögurra ára dóttur sinni Beatrice eftir upphlaup fyrrverandi konu hans, Heather Mills, í sjónvarpi. 4.11.2007 17:02 Aguilera viðurkennir að vera með barni Söngstjarnan Christina Aguilera gengur með barn undir belti. Þetta staðfesti hún í samtali við Glamour tímaritið. Hún segist vera himinlifandi og hlakka til að eignast barnið. Faðir barnsins er eiginmaður hennar Jordan Bratman „Hann er alveg himinnlifandi. Hann er svo frábær,“ segir Aguilera um sinn heittelskaða. „Hann er mér svo mikill stuðningur og ótrúleg hjálp í öllu,“ bætir hún við. 4.11.2007 14:52 Kryddstúlkumyndband lak á Netið Myndband með laginu Headlines (Friendship Never Ends), af nýjustu breiðskífu Kryddstúlknanna er komið á YouTube. Ofurbloggarinn Perez Hilton gefur myndbandinu sjálfu enga toppeinkunn en segir að stúlkurnar líti glæsilega út. Hann dáist sérstakleg af vel þjálfuðum magavöðvum Geris. 3.11.2007 17:44 Timberlake aðstoðar Duran Duran Duran Duran er enn að læra sviðsframkomu þótt 25 ár séu síðan fyrsta plata hljómsveitarinnar var gefin út. 3.11.2007 12:13 Hannes og félagar í góðum félagsskap í New York maraþoninu Hannes Smára og félagar verða ekki í lélegum félagsskap í New York maraþoninu um helgina. Það sást í dag til Katie Holmes og Tom Cruise leggja bíl sínum fyrir framan Carlyle hótelið í New York, aðeins örfáum skrefum frá Central Park þar sem maraþoninu lýkur. OK Magazine greinir frá því að Katie ætli sér að vera meðal þeirra 37 þúsund manna sem hlaupa kílómetrana 42 á sunnudaginn. Fjölskyldan hennar verður á svæðinu líka og tekur á móti stúlkunni þegar hún kemur í mark. Cruise mun hinsvegar að sögn OK bíða eiginkonunnar á Tavern on the Green með Suri litlu. 2.11.2007 16:36 Þórunn Högna á 200 á þýskri hraðbraut ,,Þetta var bara ógleymanleg ferð. Það var farið með okkur eins og kóngafólk" sagði Þórunn Högnadóttir þáttastjórnandi í Innlit-útliti, en hún fór í sannkallaða ævintýraferð í dögunum til Munchen í Þýskalandi að skoða ,,BMW Welt." 2.11.2007 15:10 Hannes ætlar að hlaupa maraþon fyrir fertugt Hannes Smárason forstjóri FL Group hleypur í New York Maraþoninu á sunnudag ásamt 30 starfsmönnum fyrirtækisins og vinum sínum Magnúsi Ármanni stjórnarmanni í FL Group og 365, Bjarna Ármannssyni stjórnarformanni REI og Þorsteini M. Jónssyni stjórnarformanni Glitnis. 2.11.2007 13:47 Amy og Pete héldu haus Þvert á allar spár þóttu vandræðagemsarnir Amy Winehouse og Pete Doherty standa sig með prýði á MTV verðlaunahátíðinni í Munchen í gær, þó ekki syngju þau saman eins og hafði verið spáð. Gagnrýnendur voru sammála um að frammistöður beggja hefðu verið með þeim bestu á kvöldinu, sem þó var stjörnum prýtt. 2.11.2007 13:10 Þorsteinn kynnir Edduna Þorsteinn Guðmundsson leikari verður aðalkynnir Edduverðlaunanna 2007 sem fram fara á Hilton Reykjavik Nordica 11. nóvember. Þorsteinn var kynnir verðlaunanna árið 2005. 2.11.2007 13:06 Uppselt á átján sýningar Ökutíma fyrir frumsýningu Verðlaunaverkið Ökutímar eftir Paulu Vogel verður frumsýnt í kvöld hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikritið hefur farið sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Meðal annars hlaut það hin virtu Pulitzer-verðlaun þegar það var frumsýnt í Bandaríkjunum fyrir sjö árum. 2.11.2007 12:19 Aðsókn í bíó tók kipp Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 64 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. 2.11.2007 12:10 Britney Spears skotin í Playboy fyrirsætu Britney viðurkenndi áhuga sinn á hinni íturvöxnu Kim Kardashian í samkvæmisleik með vinum sínum. ,,Kim er með æðislegan rass, húð og augu" ,,Hún er alvöru kvenmaður, algjör kynlífsmaskína" hefur Sun eftir vinum poppstjörnunnar. 2.11.2007 11:36 Sjá næstu 50 fréttir
46 ára nærfatafyrirsæta Agent Provocateur nærfatafyrirtækið er nú ekki þekkt fyrir að fara hefðbundar leiðir í auglýsingum sínum. Þeir gerðu meðal annars sjónvarpsauglýsingu með Kylie Minogue sem var svo svæsin að hún var bönnuð í sjónvarpi, og notuðu Maggie Gyllenhal sem andlit sitt þegar hún var nýbúin að eiga barn. 8.11.2007 15:09
,,I'll be back" er lífseigasta línan ,,I'll be back" er mest notaða tilvitnunin í bíómynd, sé eitthvað að marka könnun vefsvæðisins myfilms.com. Línuna ódauðlegu sagði Arnold Schwarzenegger, núverandi ríkisstjóri Kaliforníu, í titilhlutverki sínu í Terminator, rétt áður en hann keyrði bíl sínum gegnum vegg lögreglustöðvar. 8.11.2007 14:34
Barði og Eberg semja tónlist fyrir jólahrollvekju Barði Jóhannson er fjölhæfur maður. Það hefur tæpast farið framhjá neinum þegar hann rúllaði upp samkeppninni í Laugardagslögunum með slagaranum Ho ho ho we say hey hey hey, sem gæti mögulega orðið eina sigurstranglega lagið sem Íslendingar hafa nokkru sinni sent í Eurovision. 8.11.2007 14:23
Björn Bjarna týndi töskunni sinni Ferðataska Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, týndist á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrann var á leið til Brussel og þurfti hann að skipta um vél á Kastrup þar sem taskan hvarf. 8.11.2007 12:24
J-Lo viðurkennir óléttuna Jennifer Lopez hefur loks viðurkennt hið augljósa - að hún sé ófrísk. Á tónleikum í Miami í gær sagði hún áhorfendum að hún og eiginmaður hennar, Marc Anthony, eigi von á barni. Þetta kom þeim tæpast á óvart, því sístækkandi bumban Lopez, sem er talin vera komin fjóra mánuði á leið, hafði ekki farið framhjá mörgum. 8.11.2007 11:35
Örvæntingarfullar húsmæður falla fyrst Kjarabarátta handritshöfunda í Hollywood hefur lagt sitt fyrsta fórnarlambið að velli. Framleiðslu á Desperate Housewives var frestað í gær, eftir að handritin kláruðust. 8.11.2007 10:49
Borgarstjóri í beðmálum Michael Bloomberg borgarstjóri New York borgar hefur fengið hlutverk í kvikmyndinni sem gera á eftir sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni eða Sex in the city eins þeir hétu á frummálinu 8.11.2007 08:44
Síldarsjómenn sérfræðingar í boltanum Margir síldveiðisjómenn eru orðnir sérfræðingar í allri heimsins knattspyrnu eftir að hafa stúderð hana sólarhringum saman í vel á annan mánuð. 8.11.2007 07:48
Mamma Britney tekur á sig sökina „Ég kenni sjálfri mér um,“ sagði Lynne Spears, mamma hennar Britney, í viðtali við bandarískt tímarit þar sem ófarir poppgyðjunnar voru til umræðu. „Ég vildi að ég hefði verið meira með henni á tónleikaferðunum, en ég gat það ekki. Ég á fleiri börn sem ég þurfti að hugsa um.“ 7.11.2007 22:38
Vince Vaughn á ekki farsíma Vince Vaughn viðurkenndi á MTV sjónvarpsstöðinni í gær að hann notaði ekki farsíma. ,,Ég á ekki farsíma vegna þess að gamla aðferðin hefur alltaf virkað fyrir mig." sagði hann við kynninn, Damien Farley. ,,Ef þú hringir í mig, þá hringi ég til baka, eins og herramaður" 7.11.2007 13:43
Britney skikkuð til að borga lögfræðikostnað K-Fed Greyið K-Fed er ekki að líta alveg nógu vel út í forræðisdeilu hans og Britney Spears. 7.11.2007 12:26
Allt fyrir ástina í forsölu á tónlist.is Nú gefst notendum Tónlist.is tækifæri á að vera fyrstir til að eignast nýjustu Páls Óskars, Allt fyrir ástina. Platan er komin út á vefsvæðinu, en kemur ekki í verslanir fyrr en föstudaginn 9. nóvember. 7.11.2007 12:14
Kylie Minogue ríður vélnauti á ITV sjónvarpsstöðinni Kylie Minogue hyggst skella sér á bak vélknúins bola, íklædd lífsstykki og netsokkabuxum, við flutning á nýju lagi sínu, Sensitized, á ITV sjónvarpsstöðinni. 7.11.2007 12:02
Bragðgóðir vinir Í fréttaskýringaþættinum Kompási í gær var fjallað um geitarækt á Íslandi. Þar var rætt við Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Borgarfirði. Hún segir að geitaræktunin sé líkari því að vera með hunda en kindur. Eigi maður hundrað og þrjátíu geitur eigi maður líka hundrað og þrjátíu vini. 7.11.2007 11:15
Aska Yrsu seld til Þýskalands og Póllands Útgáfuréttur á nýjustu glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Ösku, sem kemur í verslanir fljótlega, hefur þegar verið seldur til Þýskalands og Póllands. 7.11.2007 10:59
Scarlett elskar að vinna með Hebu Þórisdóttur „Ég má ekkert tjá mig um þessar tvær myndir og er bundin algjörum trúnaði við framleiðendur hennar,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarsérfræðingur í Hollywood, en hún mun sjá um förðun bandarísku stórleikkonunnar Scarlett Johansson í næstu tveimur myndum hennar. 7.11.2007 09:00
Móeiður útskrifast úr guðfræði ,,Ég hafði bara ofsalega gaman af þessu og naut námsins í botn," segir Móeiður Júníusdóttir, en hún útskrifaðist úr BA-námi í guðfræði í lok október. 6.11.2007 17:14
Yfirlýst og fótosjoppað - fegurð að hætti Britney Spears Það er ekkert auðvelt að skilja nákvæmlega hvernig Britney Spears, sem hefur litið allt annað en glæsilega út undanfarið, tókst að vera jafn glæsileg og raun ber vitni á umslagi Blackout, nýjustu plötu hennar. 6.11.2007 16:18
Leyndarmálið bak við lögulegan afturenda Beyoncé Beyoncé Knowles lumar á leynivopni í baráttunni við að halda rassinum stinnum og vel löguðum. Söngkonan, sem er næstum jafn þekkt fyrir lögulegan afturenda og sönghæfileika, gengur í ömmunærbuxum til að halda botnstykkinu í skefjum. Líklega er þetta ekki staðreynd sem hún ætlaði sér að auglýsa, en komst ekki hjá því í æsilegri dansrútínu á tónleikum sínum í Shanghai í vikunni. 6.11.2007 15:36
Nafnlausa hljómsveit með valkvíða vantar aðstoð Ný íslensk hljómsveit, sem illa er haldin af valkvíða, hefur ákveðið að leita til Íslendinga vegna vals á nafni hljómsveitarinnar. Sett hefur verið upp netkosning þar sem Íslendingar hafa möguleika á því að kjósa úr nokkrum valmöguleikum eða koma með sínar eigin hugmyndir. Meðal nafna sem hægt er að velja úr eru bensín, Safír , Fólk er fífl, Allt frekar fyrirsjáanlegt, Dísill og Blöndungur. 6.11.2007 12:46
Lögreglan klúðraði morðinu á Laugalæk „Mér fannst þetta alltaf skrýtið mál og hafði áhuga á því. Þegar ég fór síðan að setja mig inn í málið og sjá hlutina í samhengi sá ég að þetta var mikið drama," segir Þorsteinn Bergmann Einarsson 61 árs gamall verkfræðingur frá Selfossi. 6.11.2007 11:36
Pete Doherty er byrjaður aftur að sprauta sig Klukkustundum eftir að Pete lýsti því yfir á MTV verðlaunahátíðinni að hann væri hamingjusamlega laus við eitrið náðist myndskeið af honum þar sem hann sprautar sig með heróníni. Myndskeiðið er birt á heimasíðu Sun dagblaðsins, en það náðist á farsíma síðastliðinn föstudag, nokkrum klukkustundum eftir að Pete kom heim frá hátíðinni í Þýskalandi. Það sýnir Pete þar sem hann krýpur á gólfinu á heimiliu sínu í Wiltshire. 6.11.2007 11:35
Paul McCartney með giftri konu í Hamptons Paul McCartney virðist nú einbeita sér að því að gleyma vandræðaganginum í kringum skilnað hans og Heather Mills. Dagblaðið the Sun náði myndum af bítlinum fyrrverandi í faðmlögum við gifta konu á Hamptons sumarleyfisstaðnum á Long Island í New York. 6.11.2007 11:04
Banksy staðinn að verki? Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. 6.11.2007 06:00
Bauð fimm hundruð glæpamönnum í veislu hjá Ozzy Osbourne Uppátækjasamur lögregluforingi bauð 500 eftirlýstum glæpamönnum í partý hjá Ozzý Osbourne. 30 þeirra mættu og voru handteknir á staðnum. Ozzy sjálfum finnst hann hinsvegar hafa verið misnotaður. 5.11.2007 17:13
Hamborgarar eru ekkert óhollir Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Hamborgabúllunni, er ekkert ófeiminn við að neyta eigin veitinga. Tommi, sem á að baki áratugareynslu í rekstri hamborgarabúlla, þreytist ekkert á borgurunum. Hann borðar þvert á móti lágmark einn eða tvo á hverjum degi og hlakkar til hvers dags þegar hann getur fengið sér hamborgara. 5.11.2007 15:38
Stella ósátt við Heather Mills Sótt er að hinni einfættu Heather Mills úr öllum áttum. Fyrir helgi skammaði Fergie, hertogaynjan af York hana fyrir umdeilt sjónvarpsviðtal sem hún veitti um daginn. Botninn tók líklega úr núna en Stella McCartney, dóttir Pauls, hefur sett svolítið sérstakan skartgrip á markað. 5.11.2007 15:03
50 Cent er rómantískur inn við beinið Gangsterrapparinn 50 Cent er greinilega ekki harðjaxlinn sem hann lítur út fyrir að vera. Það dugaði ekkert minna en þota til að ferja afmælisgjafirnar til kærustunnar hans á 22ja ára afmæli hennar. 5.11.2007 12:13
Victoria Beckham er brandari Hin yfirlýsingaglaða Lilly Allen réðst í gær á Victoriu Beckham, sem hún segir vera hlægilegan athyglissjúkling. 5.11.2007 11:35
Kylie Minogue aflýsir tónleikaferðalagi vegna heilsuleysis Kylie Minogue hefur aflýst tónleikaferðalagi sínu af heilsufarsástæðum. Stjarnan ætlaði að hefja tónleikaferðalag um allan heim snemma á næsta ári, en læknar hennar mæltu gegn því. Kylie þurfti að aflýsa ,,Showgirl" tónleikaferðalagi sínu árið 2005, eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein. 5.11.2007 11:03
Fimm ára kláðinn drepur hjónabandið Nýgift fólk hefur hingað til getað átt von á sjö árum í sambúð áður en innanmein gera vart við sig og ganga jafnvel af sambandinu dauðu. Nú hafa nýjar rannsóknir leitt í ljós að hættumerkjanna verður vart eftir aðeins fimm ár. 5.11.2007 10:29
Hannes ánægður með hlaupið „Þetta gekk helvíti vel,“ segir Hannes Smárason, en hann lauk New York maraþoni á fjórum klukkustundum og fimmtíu mínútum. Hannes segir að þetta hafi verið sérstaklega skemmtileg upplifun og mikið mannlíf í hlaupinu. 5.11.2007 10:11
Sífellt fleiri Íslendingar viðurkenna kynlífsfíkn sína Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. 5.11.2007 01:00
McCartney vill fullt forræði yfir dóttur sinni Goðsögnin Paul McCartney hyggst sækja um fullt forræði yfir fjögurra ára dóttur sinni Beatrice eftir upphlaup fyrrverandi konu hans, Heather Mills, í sjónvarpi. 4.11.2007 17:02
Aguilera viðurkennir að vera með barni Söngstjarnan Christina Aguilera gengur með barn undir belti. Þetta staðfesti hún í samtali við Glamour tímaritið. Hún segist vera himinlifandi og hlakka til að eignast barnið. Faðir barnsins er eiginmaður hennar Jordan Bratman „Hann er alveg himinnlifandi. Hann er svo frábær,“ segir Aguilera um sinn heittelskaða. „Hann er mér svo mikill stuðningur og ótrúleg hjálp í öllu,“ bætir hún við. 4.11.2007 14:52
Kryddstúlkumyndband lak á Netið Myndband með laginu Headlines (Friendship Never Ends), af nýjustu breiðskífu Kryddstúlknanna er komið á YouTube. Ofurbloggarinn Perez Hilton gefur myndbandinu sjálfu enga toppeinkunn en segir að stúlkurnar líti glæsilega út. Hann dáist sérstakleg af vel þjálfuðum magavöðvum Geris. 3.11.2007 17:44
Timberlake aðstoðar Duran Duran Duran Duran er enn að læra sviðsframkomu þótt 25 ár séu síðan fyrsta plata hljómsveitarinnar var gefin út. 3.11.2007 12:13
Hannes og félagar í góðum félagsskap í New York maraþoninu Hannes Smára og félagar verða ekki í lélegum félagsskap í New York maraþoninu um helgina. Það sást í dag til Katie Holmes og Tom Cruise leggja bíl sínum fyrir framan Carlyle hótelið í New York, aðeins örfáum skrefum frá Central Park þar sem maraþoninu lýkur. OK Magazine greinir frá því að Katie ætli sér að vera meðal þeirra 37 þúsund manna sem hlaupa kílómetrana 42 á sunnudaginn. Fjölskyldan hennar verður á svæðinu líka og tekur á móti stúlkunni þegar hún kemur í mark. Cruise mun hinsvegar að sögn OK bíða eiginkonunnar á Tavern on the Green með Suri litlu. 2.11.2007 16:36
Þórunn Högna á 200 á þýskri hraðbraut ,,Þetta var bara ógleymanleg ferð. Það var farið með okkur eins og kóngafólk" sagði Þórunn Högnadóttir þáttastjórnandi í Innlit-útliti, en hún fór í sannkallaða ævintýraferð í dögunum til Munchen í Þýskalandi að skoða ,,BMW Welt." 2.11.2007 15:10
Hannes ætlar að hlaupa maraþon fyrir fertugt Hannes Smárason forstjóri FL Group hleypur í New York Maraþoninu á sunnudag ásamt 30 starfsmönnum fyrirtækisins og vinum sínum Magnúsi Ármanni stjórnarmanni í FL Group og 365, Bjarna Ármannssyni stjórnarformanni REI og Þorsteini M. Jónssyni stjórnarformanni Glitnis. 2.11.2007 13:47
Amy og Pete héldu haus Þvert á allar spár þóttu vandræðagemsarnir Amy Winehouse og Pete Doherty standa sig með prýði á MTV verðlaunahátíðinni í Munchen í gær, þó ekki syngju þau saman eins og hafði verið spáð. Gagnrýnendur voru sammála um að frammistöður beggja hefðu verið með þeim bestu á kvöldinu, sem þó var stjörnum prýtt. 2.11.2007 13:10
Þorsteinn kynnir Edduna Þorsteinn Guðmundsson leikari verður aðalkynnir Edduverðlaunanna 2007 sem fram fara á Hilton Reykjavik Nordica 11. nóvember. Þorsteinn var kynnir verðlaunanna árið 2005. 2.11.2007 13:06
Uppselt á átján sýningar Ökutíma fyrir frumsýningu Verðlaunaverkið Ökutímar eftir Paulu Vogel verður frumsýnt í kvöld hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikritið hefur farið sigurför um heiminn og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Meðal annars hlaut það hin virtu Pulitzer-verðlaun þegar það var frumsýnt í Bandaríkjunum fyrir sjö árum. 2.11.2007 12:19
Aðsókn í bíó tók kipp Aðsókn á íslensku kvikmyndirnar sem nú eru sýndar í bíó tók kipp eftir að tilnefningar til Edduverðlauna voru kynntar í síðustu viku. Þannig jókst aðstókn á Veðramót um 64 prósent strax í kjölfar tilnefninganna. Aðsókn á Astrópíu jókst að sama skapi um 42 prósent. 2.11.2007 12:10
Britney Spears skotin í Playboy fyrirsætu Britney viðurkenndi áhuga sinn á hinni íturvöxnu Kim Kardashian í samkvæmisleik með vinum sínum. ,,Kim er með æðislegan rass, húð og augu" ,,Hún er alvöru kvenmaður, algjör kynlífsmaskína" hefur Sun eftir vinum poppstjörnunnar. 2.11.2007 11:36