Lífið

Aguilera viðurkennir að vera með barni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Christina Aguilera er hæstánægð með lífið þessa dagana.
Christina Aguilera er hæstánægð með lífið þessa dagana.
Söngstjarnan Christina Aguilera gengur með barn undir belti. Þetta staðfesti hún í samtali við Glamour tímaritið. Hún segist vera himinlifandi og hlakka til að eignast barnið. Faðir barnsins er eiginmaður hennar Jordan Bratman „Hann er alveg himinnlifandi. Hann er svo frábær," segir Aguilera um sinn heittelskaða. „Hann er mér svo mikill stuðningur og ótrúleg hjálp í öllu," bætir hún við. Þetta er í fyrsta sinn sem Aguilera tjáir sig um óléttuna á opinberum vettvangi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.