Lífið

Amy og Pete héldu haus

Babyshambles á rauða dreglinum.
Babyshambles á rauða dreglinum.
Þvert á allar spár þóttu vandræðagemsarnir Amy Winehouse og Pete Doherty standa sig með prýði á MTV verðlaunahátíðinni í Munchen í gær, þó ekki syngju þau saman eins og hafði verið spáð. Gagnrýnendur voru sammála um að frammistöður beggja hefðu verið með þeim bestu á kvöldinu, sem þó var stjörnum prýtt.

Babyshambles, hljómsveit Doherty, sagði í viðtali á rauða dreglinum fyrir sýninguna, að þeir hlökkuðu mikið til að sjá Winehouse, sem þeir sögðu að væri í óðaönn að undirbúa sig með fjölda White Russian drykkja.

Stúlkan virðist þó ekki hafa drukkið of mikið af þeim, því hún gat að minnsta kosti gengið beint, aldrei þessu vant. Doherty þótti einnig vera óvenjulega með á nótunum og uppskar lof áhorfenda.

Winehouse var einnig kosin vinsælasti tónlistarmaðurinn af öðrum tónlistamönnum. Hún steig á svið til að taka á móti verðlaununum, sagði örsnöggt takk, og gekk af sviðinu aftur. Kollegar söngkonunnar voru ekki hrifnir og púuðu á hana fyrir vanþakklætið. Þeir gleymdu því þó jafnharðan þegar hún flutti lag sitt Back to Black óaðfinnanlega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.