Sífellt fleiri Íslendingar viðurkenna kynlífsfíkn sína Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2007 01:00 Kynlífsfíkill Michael Douglas vakti mikla athygli þegar hann kom fram og sagðist vera kynlífsfíkill. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Sjá meira
Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Fleiri fréttir Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Sjá meira