Lífið

Kylie Minogue aflýsir tónleikaferðalagi vegna heilsuleysis

MYND/Getty
Kylie Minogue hefur frestað tónleikaferðalagi sínu af heilsufarsástæðum. Stjarnan ætlaði að hefja tónleikaferðalag um allan heim snemma á næsta ári, en læknar hennar mæltu gegn því. Kylie þurfti að aflýsa ,,Showgirl" tónleikaferðalagi sínu árið 2005, eftir að hún greindist með brjóstakrabbamein.

Kylie sagði að of stutt væri frá því að tveggja ára baráttu hennar við krabbamein lauk.

,,Það verður ekkert af tónleikaferðalaginu. Það er of snemmt. Ég er miður mín út af þessu." sagði Kylie, en tónleikaferðalagið átti að vera í tilefni af fertugsafmæli söngkonunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.