Lífið

Þórunn Högna á 200 á þýskri hraðbraut

Þórunn Högnadóttir.
Þórunn Högnadóttir. MYND/Fréttablaðið
,,Þetta var bara ógleymanleg ferð. Það var farið með okkur eins og kóngafólk" sagði Þórunn Högnadóttir þáttastjórnandi í Innlit-útliti, en hún fór í sannkallaða ævintýraferð í dögunum til Munchen í Þýskalandi að skoða ,,BMW Welt."

BMW Welt, eða BMW heimurinn er í nágrenni höfuðstöðva bílaframleiðandans og hýsir sýninga- og ráðstefnusali auk þess sem þar er dreifingastöð fyrir nýja bíla frá BMW. Þá er hönnunarstúdíó í húsinu, þar sem maður getur sérpantað bíl eftir eigin óskum.

Húsið er mikil listasmíð. Arkitektastofan Coop Himmelb(l)au hannaði það, en alls sendu 273 arkitektar inn hugmyndir að húsinu í samkeppni um hönnun þess.

Þórunn fékk einnig að prufukeyra glæsikerru úr 7 seríu BMW, og leist ekki illa á. ,,Hann var æðislegur, ég held að við viljum öll eiga svona bíl." Þórunn og fylgdarlið voru ekkert bara að lulla á bílnum innanbæjar, heldur var farið með þau á hraðbraut þar sem bíllinn fór yfir 200 kílómetra hraða. ,,Hann er svo öruggur að maður finnur varla fyrir hraða í honum. Maður myndi samt kannski ekki gera þetta hér heima" bætti Þórunn við.

Aðspurð hvort hún ætlaði ekki að fjárfesta í kerrunni sagði Þórunn: ,,Ég væri alveg til í svona bíl. Sá sem mig langar í fer á eitthvað aðeins meira en tuttugu milljónir, svo hann er líklega ekki á budgettinu á næstunni"

Hægt verður að sjá ferðina í þættinum þann 20. nóvember næstkomandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.