Fleiri fréttir

Britney elskar að vera einhleyp

Eftir að Britney Spears skiildi við eiginmann sinn Kevin Frederline hafa hlutirnir ekki alltaf gengið eins og tveggja barna móður sæmir. En í samtali við People Magazine svaraði hún því til að henni þætti “æðislegt” vera einhleyp. Söngkonan hefur verið dugleg við að fara út á lífið eftir skilnaðinn. Á tískusýningu í New York á dögunum stal hún athyglinni af fyrirsætunum með röndóttum kjól og kynþokkafullum háum hælum.

Skemmta dökkhærðar sér betur?

Það virðist sem ljóst hár sé á undanhaldi í Hollywood. Stjörnurnar lita nú hár sitt dökkt hver á fætur annarri. Sú sem síðast skipti um hárlit var leikkonan Charlize Theron en hún spókaði sig um nýverið með dökka lokka.

Lindsey hættir við kvikmynd

Leikkonan Lindsay Lohan hefur hætt við hlutverk í kvikmyndinni "A Woman Of No Importance." Ástæðan er að Linds vill ná sér betur eftir áfengismeðferð. Annette Bening leikur stórt hlutverk í myndinni, en þetta er í annað sinn sem ætlunanir um að þær stöllur leiki saman í mynd fara út um þúfur. Árið 2003 hætti Annette við myndina Freaky Friday, en þar lék Lindsay aðalhlutverkið.

Skaut viðvörunarskotum í loftið

Óskarsverðlaunaleikarinn Ryan O'Neal var handtekinn á heimili sínu í Malibu um helgina vegna gruns um að hafa ráðist á son sinn, Griffin. Samkvæmt fréttavef CBS2 mun O'Neal hafa skotið viðvörunarskotum í loftið til stöðva átök og hræða 42 ára gamlan son sinn. Griffin er þekktur fyrir ofbeldishneigð undir áhrifum áfengis og hefur hlotið dóma vegna þess.

Harry Potter ekki sem e-bók

Nýja Harry Potter bókin verður ekki gefin út í tölvutæku formi samkvæmt lögmanni útgáfufyrirtækis höfundarins JK Rowling. "Harry potter and the Deathly Hallows" verður gefin út samtímis um allan heim, á miðnætti 21. júlí næstkomandi. Rowling hefur tjáð sig um sjóræningjastarfsemi á netinu og hvatt aðdáendur til að kaupa ekki áritaðar bækur hennar af internet uppboðum.

Hjónaband barnanna planað

Söngkonan Gwen Stefani væri til í að að sonur sinn, Kingston, giftist Shiloh, dóttur Angelinu Jolie og Brad Pitts, þegar þau verða fullorðin. Þetta sagði hún í viðtali við glanstímaritið Elle.

Miðvikudagserindi Orkugarðs

Stefanía G. Halldórsdóttir, sérfræðingur á Vatnamælingum Orkustofnunar, mun flytja miðvikudagserindi Orkustofnunar næstkomandi miðvikudag. Ber erindi hennar heitið Vatnafarsleg flokkum vatnssvæða á Íslandi - Hvernig bragðast landsvæði við úrkomu og miðla henni? Verður fræðsluerindið haldið í Víðigemli, sal Orkugarðs að Grensásvegi 9 í Reykjavík, á milli klukkan 13:00 og 14:00 miðvikudaginn 7. febrúar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomir.

Mínus hitar upp fyrir Incubus

Hljómsveitin Mínus mun hita upp fyrir tónleika Incubus í Laugardalshöll sem fram fara þann 3. mars. Hljómsveitin mun flytja efni af nýrri breiðskífu. Þetta eru fyrstu tónleikar Mínus hér á landi síðan á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Væntanleg breiðskífa var tekin upp í Los Angeles. Incubus þykri með betri tónleikasveitum Bandaríkjanna og nýjasta plata sveitarinnar, Light Granades fór beint í fyrsta sæti Billboard listans þegar hún kom út.

Vann flugmiða og gjaldeyri

Heppnin var með Margréti Sesselju Otterstedt þegar hún valdi sinn uppáhalds tónlistarflytjenda fyrir árið 2006 á Vísi. Kosningin fór fram vegna Íslensku tónlistarverðlaunanna sem fram fóru í Borgarleikhúsinu sl. miðvikudagskvöld. Margrét fékk flugmiða fyrir tvo með Icelandair til eins af áfangastöðum Icelandair og gjaldeyri frá Landsbankanum.

Vill Federline aftur

Samkvæmt National Enquirer grátbiður Britney Spears nú Kevin Federline um að snúa aftur. Samvkæmt upplýsingum þeirra hefur Britney boðið honum gull og græna skóga, og það þrátt fyrir að hún eigi kærasta. Á meðal þess er að hún borgi reikninga hans, hætti partístandinu og leiti sér hjálpar við áfengismisnotkun sinni.

Federline biðst afsökunar

Rapparinn Kevid Federline, sem er kannski frægastur fyrir að hafa verið kvæntur Britney Spears, hefur beðið kokka á skyndibitastöðum Bandaríkjanna afsökunar á auglýsingu sem hefur farið fyrir brjóstið á þeim. Í auglýsingunni er Kevin að steikja franskar kartöflur en dreymir dagdrauma á meðan. Formaður félags starfsfólks á veitingahúsum, segir að auglýsingin sé gróf móðgun við þær 12,8 milljónir manna sem vinni á veitingahúsum landsins.

París vann áfangasigur

Alríkisdómari hefur lagt bráðabirgða bann við því að persónulegir hlutir í eigu Parísar Hilton séu seldir á netinu. Munirnir höfðu gerið í geymslu í vöruskemmu eftir að París og systir hennar Nicky fluttu úr íbúð sem brotist hafði verið inn í. Meðal munanna voru dagbækur, ljósmyndir og myndbönd. Þetta var allt selt á uppboði þegar geymslugjald hafði ekki verið greitt í marga mánuði.

Bónorð frá Mbutu

Tyru Banks barst undarlegt bónorð í gegnum spjallþátt Larry King um daginn. Ofurfyrirsætan og athafnakonan Banks var gestur King, þegar þáttastjórnandanum barst tölvupóstur frá áhorfanda að nafni Mbutu.

Brekkusöngur í Smáralind

Á sýningunni Eyjan okkar, sem haldin verður í Smáralindinni 3. mars næstkomandi, verða Vestmannaeyjar og bestu afurðir þeirra kynntar fyrir gestum og gangandi. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu brekkusöngurinn víðfrægi, sem verður haldinn með pompi og pragt í Vetrargarðinum að kvöldi dags.

Drew vildi ekki börn

Drew Barrymore og Fabrizio Moretti, trommari í hljómsveitinni The Strokes, slitu sambandi fyrir stuttu síðan. Ástæðan fyrir því ku hafa verið að sú að Barrymore vildi ekki gifta sig. Hún var heldur ekki viss um hvort hún vildi eignast börn, og var Moretti farið að lengja eftir svörum.

Elvis vinsælli en Jesús

Allt á milli himins og jarðar leynist á netinu, þar á meðal Myspace-síðurnar sem hafa slegið í gegn að undanförnu. Jesús, Bin Laden, Marilyn Monroe og Mozart eru á meðal þeirra sem eiga sitt pláss á Myspace. Vitaskuld er hérna um svokallaðar aðdáenda- eða grínsíður að ræða og hafa margar þeirra notið mikilla vinsælda þó að sumum þykið gamanið eflaust grátt.

Fersk nálgun

Hljómsveitin Kimono og listamaðurinn Curver hafa gefið út plötuna Curver + Kimono. Um er að ræða nýja útgáfu á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif.

Gerir lífið skemmtilegra með Veiðimanninum

Bjarni Brynjólfsson er aftur sestur í ritstjórastólinn, að þessu sinni hjá veiðitímaritinu Veiðimanninum en blaðið kemur út þrisvar á ári. „Þetta er bara hlutastarf,“ segir Bjarni sem tekur við keflinu af Eggert Skúlasyni en hann hætti ritstjórn blaðsins fyrir skömmu.

Í nýjustu mynd Allen

Spænska þokkagyðjan Penelope Cruz hefur tekið að sér aðalhlutverkið í næstu mynd Woody Allen. Tökur á henni hefjast í Barcelona í sumar. Allen hefur tekið upp síðustu tvær myndir sínar, Match Point og Scoop, í London. Nýjasta mynd hans, Cassandra"s Dream, með Ewan McGregor og Colin Farrell, er væntanleg í kvikmyndahús. Penelope Cruz var nýverið tilnefnd til óskarsins fyrir hlutverk sitt í mynd Pedro Almadovar, Volver.

Kurt býr til homma

Samkvæmt Donnie Davis, meðlimi bandaríska sértrúarsafnaðarins Love God's Way, getur fólk orðið samkynhneigt á því að hlusta á hljómsveitir á borð við Nirvana, The Doors og Wilco.

Lét laga á sér nefið

Jennifer Aniston hefur gengist undir nefaðgerð. Hún sagði People að hún hefði þurft að láta laga skakkt miðnes, og eftir aðgerðina hafi hún sofið vel í fyrsta skipti í mörg ár.

Meistarinn í stúdentapólitíkina

„Ekki blundar nú í mér mikill stjórnmálamaður, í það minnsta ekki ennþá,“ segir Jónas Örn Helgason, handhafi nafnbótarinnar Meistarinn eftir sigur í samnefndum spurningaþætti Loga Bergmanns Eiðssonar. Jónas situr í sextánda sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs en varla hefur það farið framhjá nokkrum háskólastúdent að stúdentakosningar eru á næsta leyti.

Moss hætt með Doherty

Þær fréttir berast frá Bretlandseyjum að ofurfyrirsætan Kate Moss sé hætt með vandræðagemsanum Pete Doherty. Þetta mun hafa gerst einum degi eftir að áströlsk stúlka að nafni Jess Lea greindi frá því að hún hefði séð Doherty sprauta sig með kókaíni þegar hún var á bakpokaferðalagi í Tælandi.

Ringo veitir verðlaun

Bítillinn fyrrverandi Ringo Starr mun afhenda meðlimum Oasis heiðursverðlaun á næstu Brit-verðlaunahátíð þann 14. febrúar. Oasis hefur ávallt litið upp til Bítlanna eins og heyra má á tónlist sveitarinnar. Sonur Ringo Starr, Zak Starkey, er núverandi trommari Oasis. Gekk hann til liðs við sveitina eftir að Alan White yfirgaf hana fyrir tveimur árum.

Stormsker á Asíumarkað

„Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári.

Tíska fyrir fyrirsætur

Fræga fólkið má fara að vara sig. Fyrirsætunni skapmiklu Naomi Campbell finnst leik- og söngkonur vera farnar að troða fyrirsætum um tær og er ekki ánægð með þróunina. Hún segir þær vilja troða sér inn í heim fyrirsætanna og stela af þeim forsíðum tímarita, sem þær eigi ekkert með.

Trippaskinn í tísku

Eftirspurn eftir sútuðu skinni til skrauts fer vaxandi hér á landi. Sjálfstætt starfandi sútarar eru aftur á móti fáir á Íslandi, reyndar aðeins tveir titlaðir sem slíkir í símaskránni. Fréttablaðið sló á þráðinn til Karls Bjarnason sútara norður á Sauðárkróki.

Tom og Katie á tjúttinu

Leikarahjónin Tom Cruise og Katie Holms sáust úti á lífinu síðasta laugardagskvöld í Super Bowl partýi á South Beach, Miami. Fjöldinn allur af stórtjörnum var þar saman kominn og skemmti sér í boði Ocean Drive tímaritsins og MarketAmerica.com. Margir frægir tónlistarmenn tóku lagið en þar á meðal voru Fergie úr Black Eyed Peas og Marc Anthony, góðvinur hjónanna, sem tók nokkur lög. Kona hans, Jennifer Lopez, steig líka á svið og tók lagið með honum.

Morissette og Reynolds slíta trúlofun

Þau eru ekki langlíf ástarsamböndin í Hollywood. Söngkonan Alanis Morissette og leikarinn Ryan Reynolds hafa slitið trúlofun sinni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem þau hætta saman en þau tilkynntu áður um skilnað í júní síðastliðnum.

Beyonce nísk á aurana

Beyonce Knowels, ein hæst launaðasta söng- og leikkona skemmtanaiðnaðarins, heldur vel utan um aurana sína. Beyonce leikur í kvikmyndinni Dreamgirls sem frumsýnd var hér á landi síðastliðinn fimmtudag. Samfara kynningu á myndinni ætlar hún að koma nýrri plötu sinni, B-Day, á framfæri í Los Angeles.

Kylie Minogue og Olivier Martinez skilin

Ástralska söngkonan Kylie Minogue og franski leikarinn Olivier Martinez hafa slitið samvistum eftir fjögurra ára samband. Hefur Olivier staðfest þetta við fjölmiðla. Kylie, sem er 38 ára, greindist með brjóstakrabbamein árið 2005 en hún hefur sagt Olivier hafa staðið sem klett sér við hlið meðan á meðferð stóð.

Britney verðmerkt

Söngdívan fallandi, Britney Spears, lét sig ekki vanta á tískuvikuna í New York um helgina. Britney var sérstakur gestur hönnuðarins Kimoru Lee Simmons, á sýningu Baby Phat. Var Britney íklædd svörtum kjól en það var ekki kjóllinn sem vakti mesta athygli.

Þrjú þúsund eintök seld

Platan Svandís Þula - minning hefur selst í tæplega þrjú þúsund eintökum og er því langsöluhæsta platan á þessu ári.

Vill helming eigna

Tomi Rae Hynie, ekkja James Brown, hefur höfðað mál þar sem hún óskar eftir helmingi eigna sálargoðsagnarinnar.

Skilnaður opinber

Skilnaður kynbombunnar Pamelu Anderson og söngvarans Kid Rock er genginn í gegn. Pamela og Kid Rock, sem heitir réttu nafni Robert Ritchie, sóttu um skilnaðinn í nóvember í fyrra eftir aðeins fjögurra mánaða hjónaband.

Óvíst hvort Washington haldi áfram

Framtíð Isaiah Washington í þættinum Gray‘s Anatomy er enn óráðin eftir að hann kallaði mótleikara sinn T.R. Knight „hommatitt“ í tvígang. Leikarinn reynir nú hvað hann getur til að komast aftur í náðina hjá framleiðendum þáttanna og hefur leitað sér hjálpar.

Ómar gleymdi engum koltvísýringi

“Það sem ég hafði um mengunina að segja var klippt út úr Kastljósinu,” segir Ómar Ragnarsson hugsjónamaður með meiru. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að verulega umdeildar eru hugmyndir Ómars, sem hann boðaði í Kastljósinu í vikunni, um endurreisn rúntsins gamla sem ganga út á að gera umferð sem kennd er við rúntinn, niður Laugaveg og um Austurstræti, að tvístefnu.

Lohan fælir fíklana frá

Lindsay Lohan er ekki vinsæl meðal annarra íbúa á Wonderland meðferðarheimilinu þar sem hún hefur dvalist að undanförnu. Leikkonan skráði sig sjálf inn á meðferðarheimilið 17. janúar síðastliðinn, þar sem henni fannst tími til kominn að takast á við drykkjuvandamál sín.

Kronika ekki sama og Kronikan

Nemendur og kennarar eru ekki sáttir við að nýtt vikurit hafi fengið sama nafn og skólablaðið þeirra.

Greiddi 150 þúsund krónur fyrir kaffistofuútvarp

„Það er mikið óréttlæti í þessari gjaldtöku og ég mun grípa til aðgerða. Hvað það verður skal hins vegar ósagt látið,“ segir Einar Hallgrímsson, verslunareigandi í Vestmannaeyjum. Dómur féll nýverið í héraðsdómi Suðurlands þar sem Einari var gert að greiða hundrað og fimmtíu þúsund krónur í málskostnað vegna máls sem STEF höfðaði á hendur honum vegna ógreiddra krafa.

Finnur fyrir kaldri hönd dauðans

„Ég hef vitað af þessu í dágóðan tíma, þannig þetta kemur ekkert aftan að mér, segir Þorsteinn Guðmundsson leikari, spaugari og rithöfundur sem fagnar fertugasafmæli í dag.

Fékk hjálp frá pabba

Garðar Thór Cortes söng á heljarinnar kynningarfundi á Il Bottaccio í London á fimmtudagskvöld. Til stóð að kynningin yrði haldin um miðjan janúar en var frestað sökum veikinda stórtenórsins.

Eignaðist tvíbura

Leikarinn Patrick Dempsey og eiginkona hans Jillian Dempsey hafa eignast tvíbura. Fæddust þeir síðastliðinn fimmtudag í Los Angeles og hafa fengið nöfnin Darby Galen og Sullivan Patrick.

CoBrA-málari gefur

Danski málarinn Carl-Henning Pedersen, sem var einn þeirra sem tóku virkan þátt í CoBrA-hreyfingunni, gaf í vikunni fjörutíu verk til Listasafns danska ríkisins. Verkin er frá löngu tímabili, síðari hluta sjötta áratugarins til þess níunda. Carl-Henning er fjörgamall, fæddur 1913.

Sjá næstu 50 fréttir